Stjórnarfundur 6. mars 2023

06.03.2023 16:30

Stjórn:                                                      Starfsmaður:
Birna Baldursdóttir, formaður              Helga Björg Ingvadóttir, framkvæmdastjóri

Geir Kr. Aðalsteinsson vék af fund um 17:50                         
Jón Steindór Árnason fjarverandi
Ómar Kristinsson 

Sigrún Árnadóttir

María Aldís Sverrisdóttir, varamaður 

Jóna Jónsdóttir, varamaður 

 

   Fundur settur

  1. Fundargerð síðasta fundar   
    Fundur 9. febrúar 2023

Samþykkt.

  1. Innsend erindi:

    1. Fræðslu og frístundarráðsbókanir:
      Fundur Fræðslu og lýðheilsuráðs 13. febrúar 2023
      Fundur Fræðslu- og lýðheilsuráðs 27. febrúar 2023

Til upplýsinga.

  1. UFA - úthlutun úr afrekssjóð.

Umfjöllun um erindi sem barst frá stjórn UFA og UFA Eyrarskokks varðandi úthlutun úr afrekssjóði. Afreksnefnd hefur tekið erindið til umræðu. Formaður ÍBA ásamt formanni afrekssjóðs munu fylgja erindinu eftir.

  1. KA lyftingadeild- Styrktarbeiðni

Styrktarbeiðni barst frá KA lyftingadeild upp á kr. 750.000, til kaupa á löglegum keppnisbúnaði. Erindið verður sent til Fræðslu- og lýðheilsuráðs.

  1. Þór- Styrktarbeiðni

Styrktarbeiðni barst frá Þór upp á kr. 90.000 vegna leigu á íþróttahúsinu á Hrafnagili undir körfuboltamót en íþróttahús bæjarins eru upptekin vegna annarra íþróttaviðburða. Erindið verður sent til Fræðslu- og lýðheilsuráðs.

Geir Kr. vék af fundi yfir þessum lið.

  1. Greiðslur Íslenskra getrauna

Íslenskar getraunir sendu erindi og óskuðu eftir samstarfi við ÍBA til að auka getraunasölu meðal aðildarfélaga ÍBA. Framkvæmdastjóri mun hafa samband við aðildarfélög og kynna þennan möguleika.

  1. Málefni stjórnar: 

    1. Rekstrarsamningur ÍBA

Yfirferð á rekstrarsamningi ÍBA við Akureyrarbæ. Ákveðið að óska eftir sérstakri hækkun á framlagi til afrekssjóðs Akureyrar og kvennastyrks/jafnréttisstyrks umfram aðra liði, þ.e færa afrekssjóð í kr. 10.000.000 og kvennastyrk/jafnréttisstyrk í kr. 5.000.000.

  1. Styrkir til stjórnarmanna sem sækja aðalfundi út á land.

Samþykkt að hækka ferðastyrk úr kr. 2*25.000 kr. í 2*30.000. 

  1. Formannafundur ÍBA

    1. Heiðranir/brons, - silfur, gullmerki

Umræður um reglur um viðurkenningar og birtingu lista yfir alla sem hafa verið heiðraðir. Einnig var umræða um dagskrá næsta formannafundar.

  1. Afreksnefnd

    1. Tillögur um breytingar á kosningu

    2. Fyrirmyndar verðlaun

    3. Val á afreksefnum

Umfjöllun um hvort hægt sé að draga fleiri að borðinu við kosningu á íþróttamanni ÍBA, jafnvel almenningskosningu. Einnig umræða um hvort hægt sé að setja upp einhverja mælikvarða. Lagt til að þetta yrði rætt á næsta formannafundi.

  1. Önnur mál:

  1. Aðalfundir félaga

    1. UFA

Framkvæmdastjóri og formaður fóru á fundinn sem gekk mjög vel. Fjárhagsleg staða félagsins nokkuð góð. Nýkjörin stjórn á eftir að skipta með sér verkum.

  1. Fundur forseta ÍSÍ með íþróttahéruðum

Til upplýsinga.

  1. ÍBA - skrifstofurými

Fyrirhugaður fundur forsvarsmanna ÍBA, Skíðasambandsins, ÍSÍ og forstöðumanns íþróttamála hjá Akureyrarbæ um nýtingu og mögulegar breytingar á sameiginlegu skrifstofurými.

  1. Fréttapunktar UMFÍ 2023

Til upplýsinga.

  1. Tilhögun næsta fundar

Næsti fundur fer fram mánudaginn 11. apríl kl. 16:30.

  1. Fundarslit

Fundi slitið 18:26.