Stjórnarfundur 6. júní 2023

06.06.2023 16:30

Stjórn:                                                      Starfsmaður:
Birna Baldursdóttir, formaður Helga Björg Ingvadóttir, framkvæmdastjóri

Geir Kr. Aðalsteinsson                      
Jón Steindór Árnason
Ómar Kristinsson 

Sigrún Árnadóttir

María Aldís Sverrisdóttir, varamaður 

Jóna Jónsdóttir, varamaður 

 

  1. Fundur settur

  2. Fundargerð síðasta fundar - Fundargerð síðasta fundar samþykkt.   

  3. Innsend erindi:

    1. Fræðslu og frístundarráðsbókanir:
      Fundur Fræðslu og lýðheilsuráðs 8.maí 2023
      Fundur Fræðslu- og lýðheilsuráðs 15.maí  2023

Samþykkt uppbygging á KA heimilinu. Ársreikningur ÍBA samþykktur. Ellert fór yfir styrki til íþróttafélaga, tengt fjölda iðkenda.

Umræða um að ÍBA sé lítið innvinklað í fundahöld tengd íþrótta- og lýðheilsumálum. Formaður mun koma þessu á framfæri við stjórnsýsluna

Til upplýsinga.

  1. Málefni stjórnar:

    1. Formannafundur ÍBA

      1. Tímasetning - 8.júní 2023 kl. 17:00.Sama dagskrá og síðast.

      2. Dagskrá - Sama og síðast. Formaður mun senda áminningu.

    2. Íþróttir fyrir flóttabörn

Ingibjörg Magnúsdóttir, óskaði eftir upplýsingum um íþróttafélög ÍBA fyrir flóttabörn. Framkvæmdastjóri bjó til lista yfir íþróttafélög, með upplýsingatexta um hvert félag og tengiliði. Þetta var þýtt yfir á 6 tungumál. Þann 30. maí var haldinn kynningarfundur og hóparnir komu ásamt túlki. 

  1. Önnur mál:

  1. Styrktarbeiðni - Umræða um styrki til einstaklinga. Ekki hefð fyrir að ÍBA styrki einstaklinga. Ekki hægt að verða við þessari beiðni. 

  2. Fyrirspurn varðandi styrki til íþróttafélag vegna þjálfaranámskeiða innlendis og erlendis. - Ákveðið að skoða hvað önnur íþróttabandalög gera í þessum efnum. Framkvæmdastjóri mun kynna aðrar styrktarleiðir yfir umsækjanda.

  3. Tilhögun næsta fundar - Áætlað að næsti fundur verði þriðjudaginn 8. ágúst.

  4. Skilti - Umræða um skilti sem ÍBA er að vinna í samstarfi við Geimstofuna, sýndar tillögur.

  1. Fundarslit 17:38.