Stjórnarfundur 5. október 2020

05.10.2020 16:30

Stjórnarmenn:                                                      Starfsmaður:
Geir Kr. Aðalsteinsson, formaður                          Helgi Rúnar Bragason, framkvæmdastjóri
Hrafnhildur Guðjónsdóttir, varaformaður
Inga Stella Pétursdóttir, ritari
Ármann Ketilsson, gjaldkeri
Erlingur Kristjánsson, meðstjórnandi
Hörður Sigurharðarson
Ómar Kristinsson

 1. Fundur settur.
  Kl. 16:30, boðuð forföll: Inga Stella Pétursdóttir og Ómar Kristinsson.

 1. Fundargerð síðasta fundar.
  Samþykkt.

 1. Innsend erindi:

  1. Frístundaráðsbókanir.  
   Til kynningar.

  1. Ósk frá Frístundaráði um að koma inn á ársþing bandalagsins til að ræða við íþróttafélögin um íþróttatengda ferðaþjónustu.  
   Framkvæmdastjóra falið að ræða við forstöðumann íþróttamála um málið.

  1. Rekstur stærstu íþróttafélaga ÍBA.
   Til kynningar.

 1. Málefni stjórnar: 

  1. Samþykkt Afrekssjóðs Akureyrar.  
   Farið yfir fundargerð 29. fundar stjórnar afrekssjóðs. Stjórn ÍBA samþykkir breytingar á 6. grein samþykkta afrekssjóðs þess efnis að styrkir sjóðsins séu greiddir út til styrkþeganna sjálfra.

  1. Ársþing ÍBA 2020. 
   Fyrirhugað var að halda ársþing bandalagsins þann 14. október en það er ekki hægt vegna 20 manna samkomutakmarkana vegna Covid-19.  Stjórn samþykkir að fresta þinginu til 28. október nk. ef aðstæður leyfa.

   1. Árskýrsla ÍBA  
    Til kynningar.

   1. Framkvæmd þingsins.  
    Þingið verður haldið í kaffiteríu Íþróttahallarinnar og passað verður upp á framkvæmdina m.t.t. smitvarna.  Þingforseti verður Sigfús Helgason, framkvæmdastjóri Léttis.  

   1. Lagabreytingar ÍBA.  
    Farið yfir þær lagabreytingar sem liggja fyrir þinginu.

   1. Tillögur ársþings.  
    Farið yfir þær tillögur sem liggja fyrir þinginu.

 1. Önnur mál:

  1. Aðalfundir FIMAK og KFA.  
   Formaður og framkvæmdastjóri sátu báða fundi og fóru yfir helstu atriði fundanna.

  1. N4 samningur.  
   Kynnt voru samningsdrög á milli ÍBA og N4 um þáttagerð um Íþróttabæinn Akureyri.  Ákveðið að halda áfram á sömu vegferð með aðkomu Akureyrarbæjar.

  1. Karatefélag Akureyrar.
   Gjaldkeri félagsins hefur áhyggjur af fyrirhuguðum hækkunum á leigukostnaði við Reiti og mögulega afnám húsaleigustyrks frá 2021.

 1. Tillögun næsta fundar.
  Næsti fundur ákveðinn síðar, m.t.t. dagsetningu ársþings.

 1. Fundarslit.
  Fundi slitið kl. 19.02.