Stjórnarfundur 5. febrúar 2024

05.02.2024 16:30

Stjórn:                                                      Starfsmaður:
Geir Kr. Aðalsteinsson, formaður           Helga Björg Ingvadóttir, framkvæmdastjóri

Birna Baldursdóttir, varaformaður                   
Jón Steindór Árnason, fjarverandi

Ómar Kristinsson, 

Sigrún Árnadóttir, 

María Aldís Sverrisdóttir, varamaður, fjarverandi

Jóna Jónsdóttir, varamaður 

 

  1. Fundur settur

  2. Fundargerð síðasta fundar - Fundargerð síðasta fundar samþykkt.

  3. Innsend erindi:

    1. Fræðslu- og lýðheilsuráðsbókanir:
      Engir fundir síðan á síðasta stjórnarfundi. Næsti fundur verður mánudaginn 12. febrúar

  4. Málefni stjórnar: 

  • ÍBA 80 ára

              80 ára afmæli ÍBA er 20. desember 2024. Ný stjórn tekur við eftir ársþing nú í apríl og núverandi stjórn telur rétt að setja skipulag afmælis í hendur hennar. Þó er tillaga að fagna                          þessu afmælisári á einhvern hátt á ársþingi ÍBA.

  • Hátíðin Íþróttamaður Akureyrar -  Formaður þakkaði undirbúningsnefnd, framkvæmdastjóra ÍBA og varaformanni fyrir gott skipulag en framkvæmd hátíðarinnar gekk framar vonum. Styrktaraðilar eiga einnig þakkir skildar. Ánægja var með að mæting jókst frá fyrra ári, bæði meðal áhorfenda og iðkenda. Íþróttakarl Akureyrar var Baldvin Þór Magnússon UFA og íþróttakona Akureyrar var Sandra María Jessen Þór/KA.

  • Ársþing ÍBA 2024, undirbúningur

    • Dagsetning - Stefnt er að halda ársþing ÍBA þriðjudaginn 16. apríl. Dagskrá mun hefjast kl. 17.

    • Staðsetning - Þingið mun fara fram í golfskálanum að Jaðri.

    • Uppstillingarnefnd - Aðildarfélögin hafa frest til föstudagsins 16. febrúar til að tilnefna fólk í uppstillingarnefnd. 

  1. Önnur mál:

  • Erindi fært í trúnaðarbók.

  • Framkvæmdastjóri upplýsti að mót á vegum verkefnisins Allir með verður haldið á Akureyri 16.-17. mars.

  • N.k. fimmtudag fer fram fundur ÍBA, HSÞ, UMSE og UÍF þar sem áfram verður fjallað um fyrirkomulag starfsstöðva UMFÍ og ÍSÍ.

  1. Tilhögun næsta fundar

      Næsti fundur fer fram mánudaginn 4. mars kl. 16:30

  1. Fundarslit kl. 17:40.