Stjórnarfundur 4. mars 2020

04.03.2020 16:30

Stjórnarmenn:                                                      Starfsmaður:
Geir Kr. Aðalsteinsson, formaður                         Helgi Rúnar Bragason, framkvæmdastjóri
Hrafnhildur Guðjónsdóttir, varaformaður
Inga Stella Pétursdóttir, ritari
Ármann Ketilsson, gjaldkeri
Erlingur Kristjánsson, meðstjórnandi
Hörður Sigurharðarson
Ómar Kristinsson

  1. Fundur settur
    Forföll boðuðu Hrafnhildur Guðjónsdóttir og Erlingur Kristjánsson

  1. Fundargerð síðasta fundar. 
    Fundargerð samþykkt.

  1. Innsend erindi:

    1. Frístundaráðsbókanir.
      Til upplýsinga  

    2. Uppbygging íþróttamannvirkja (frestuð umræða).
      Stjórn ÍBA hvetur frístundaráð og bæjarstjórn Akureyrar til að nýta sér þá góðu vinnu sem starfshópur um nýframkvæmdir íþróttamannvirkja Akureyrarbæjar skilaði af sér með skýrslu um forgangsröðun uppbyggingu íþróttamannvirkja.  Mikilvægt er að gerð verði tímasett aðgerðaráætlun um uppbyggingu mannvirkja og að fjármunir fylgi verkefninu. Þannig geta íþróttafélög bæjarins horft fram á veginn og skipulagt starf sitt í samræmi við þá niðurstöðu.

    3. KFA frjálsar. Ósk um aukna tímaúthlutun til félagsins í Boganum og á Þórsvelli.
      Líkt og áður hefur komið fram þá fylgir stjórn ÍBA íþróttastefnu Akureyrarbæjar og ÍBA.  Þar kemur fram að „Hver íþrótt sé aðeins æfð í einu félagi fyrir utan handknattleik og knattspyrnu“. Það hefur því ekkert breyst frá fyrri svörum ÍBA varðandi þetta mál.  UFA er í forgangi þegar kemur að tímaúthlutun í tengslum við frjálsar íþróttir á Akureyri.  Stjórn ÍBA hvetur hins vegar til samvinnu eða sameiningar UFA og frjálsíþróttadeildar KFA og lýsir sig sem fyrr reiðubúna að koma að slíku samtali.  

    1. Þór - Rafíþróttadeild. Íþróttadeild Akureyrar óskar eftir umsögn stjórnar ÍBA um stofnun þessarar deildar. 
      Það er mat stjórnar ÍBA að kostir við rekstur rafíþróttadeildar á Akureyri eru m.a. rof á mögulega félagslegri einangrun iðkenda, líkamleg hreyfing í umsjón þjálfara auk fræðsla um næringu og hreyfingu. Stjórn ÍBA tekur því vel í rekstur slíkrar rafíþróttadeildar innan Þórs.

  1. Málefni stjórnar:

    1. Ársreikningur ÍBA 2019
      Lagt fram til kynningar.

    1. 64. Ársþing ÍBA - 28. apríl 2020

      • Uppstillinganefnd: 
        Helga Lyngdal Þorsteinsdóttir (Þór), Ólöf Björk Sigurðardóttir (SA) og Bjarni Þórhallsson (GA) hafa tekið að sér að sitja í uppstillingarnefnd vegna komandi ársþings.  

      • Málstillögur stjórnar ÍBA:  
        Formanni og framkvæmdastjóra falið að móta tillögur og leggja fyrir stjórn sem svo klárar tillögurnar fyrir ársþing. 

      • Annað:
        Rætt var um ársskýrslugerð, ræðumann kvöldsins o.fl.

  1. Önnur mál:

    1. Sameiningamál aðildarfélaga.  Svar ÍSÍ vegna fyrirspurnar ÍBA um ferla sem tengjast sameiningu íþróttafélaga. 
      Lagt fram til kynningar.  Framkvæmdastjóra falið að útbúa leiðbeiningar til íþróttafélaga varðandi atriði sem huga þarf að við sameiningu íþróttafélaga.

    2. KFA. 
      Rætt um málefni félagsins. 

  2. Tillögun næsta fundar. 
    Næsti fundur verður mánudaginn 6. apríl.

  3. Fundarslit.
    Kl. 19.40.