Stjórnarfundur 4. mars 2019

04.03.2019 16:30

Málefni stjórnar: 

  1. Frístundaráð óskar eftir umsögn frá ÍBA v/ nýrrar matrixu í rekstrarsamingum aðildarfélaganna. Skilgreining á iðkenda skoðuð í leiðinni.
    Ný tillaga að Matrixu, borinn upp. Einhverjar breytingar hafa komið til bæði með hækkun á upphæðum og stærra aldursbili (5-19 ára). Lagt til að boða til formannafundar til að fara yfir þetta.   Skilgreiningar á iðkanda yfirfarnar.  Ábending um að bæta við „innan ÍBA“.  

  2. Íþróttamaður Akureyrar og Afrekssjóður Akureyrar
    Tillaga frá Helga um breytingar á viðburðinum Íþróttamaður Akureyrar og afhending á afreksstyrkjum.  Tillagan er að fækka þeim sem mæta á viðburðinn niður í 5 efstu hjá hvoru kyni og að afrekssjóður verður tengur við úrslit íþróttamanns Akureyrar

  3. Frístundaráð óskar eftir því við ÍBA að gerðar verði reglur um úthlutun fjármagns vegna húsaleigu hjá 3ja aðila til framtíðar.
    Frestað.

  4. Innsent erindi: 

    1. Siglingaklúbbur Nökkva - Uppbyggingarsamningur við Akureyrarbæ 2014-2018
      Frestað. Vantar upplýsingar til að geta afgreitt málið. Framkvæmdastjóra kannað stöðu þess hjá frístundaráði. 

  1. Önnur mál:

    1. Ársreikningur 2018 kynntur (Ármann)
      Er enn í vinnslu, verið að útfæra hvernig styrkir verða færðir inn.  

    2. Framboð til framkvæmdastjórnar ÍSÍ
      Engin tilnefning liggur á lausu, athuga hvort Ingi vilji vera áfram.