Stjórnarfundur 4. maí 2020

04.05.2020 12:00

Stjórnarfundurinn var tekinn með fjarfundarbúnaði.

Stjórnarmenn:                                                       Starfsmaður:
Geir Kr. Aðalsteinsson, formaður                          Helgi Rúnar Bragason, framkvæmdastjóri
Hrafnhildur Guðjónsdóttir, varaformaður
Inga Stella Pétursdóttir, ritari
Ármann Ketilsson, gjaldkeri
Erlingur Kristjánsson, meðstjórnandi
Hörður Sigurharðarson
Ómar Kristinsson

 1. Fundur settur
  Forföll boðar Hörður Sigurharðarson

 1. Fundargerð síðasta fundar.
  Fundargerð borin upp og samþykkt.

 2. Innsend erindi:

  1. Frístundaráðsbókanir
   Til kynningar og umræðu.

  2. Bogfimideild Akurs.
   ÍBA tekur undir erindi Akurs að tryggja þurfi grasslátt vegna útiaðstöðu bogfimideildar sinnar í sumar sem það hefur fengið afnot af á svæði Bílaklúbbs Akureyrar. Einnig telur ÍBA mikilvægt að finna þurfi varanlegt framtíðarsvæði fyrir bogfimideildina sem hefur verið í jákvæðum vexti síðustu ár.

  3. Grunnskólamót norðurlands í blaki.
   Mikil umræða var almennt um erindið og sér í lagi þar sem ÍBA hefur ekki komið að sambærilegum viðburðum áður. Aðrir viðburðir hafa hingað til verið haldnir á vegum skólanna sjálfra og þeirra íþróttakennara og þá í mögulegu samstarfi við íþróttafélag viðkomandi íþróttagreinar. ÍBA leggur til að erindið verði kynnt blakdeild KA og hvort þeir hafi áhuga að koma að þessu verkefni.

 3. Málefni stjórnar:

  1. Covid-19 uppfærslur. 
   Umræða um stöðu íþróttafélaganna í kjölfar Covid-19 og hvaða aðgerðir stjórnvöld hafa komið með fram. Skerpt var á mikilvægi samræmdra aðgerða er snúa að hvernig komið er til móts við iðkendur eins og ÍBA hefur áður kynnt aðildarfélögum sínum.  

  2. Tillögur vinnuhóps ÍSÍ um úthlutun fjármuna. 
   Kynntar voru tillögur vinnuhóps ÍSÍ um úthlutun 450 m.kr. ríkisaðstoð til íþróttamála. ÍBA sendi ÍSÍ athugasemd ásamt rökstuðningi vegna félaga innan ÍBA sem ekki voru á greiðslulista vinnuhópsins. Að auki var rætt um tillögu um 600 m.kr. aukafjárveitingu til sveitafélaganna vegna tímabundins stuðnings við fjölskyldur í erfiðri stöðu til að stunda frekara íþróttastarf í formi frístundaávísunar.

 4. Önnur mál:

  1. Farið var yfir dagskrá næsta frístundaráðsfundar.
   Varðandi tillögu á stígakerfi Akureyrar þá fagnar ÍBA þeirri metnaðarfullu vinnu sem lögð hefur verið fram um nýtt stígakerfi á Akureyri.  Skipulagið er vel til þess fallið að efla enn frekar almenningsíþróttir á Akureyri þar sem komið er til móts við gangandi, hlaupandi og hjólandi vegfarendur.

  2. Rædd voru ummæli formanns knattspyrnudeildar Þórs varðandi KA og sameiningar í útvarpi Fótbolta.net.
   Málið verður tekið fyrir á fundi aðalstjórnar Þórs.

  3. Farið var yfir erindi UFA um viðhald á Þórsvelli.
   Málið er í góðum farvegi hjá deildarstjóra íþróttadeildar Akureyrarbæjar.

 5. Tillögun næsta fundar
  Þriðjudagur 2. júní kl. 16:30

 6. Fundarslit
  Kl. 13:40.