Stjórn: Starfsmaður:
Geir Kr. Aðalsteinsson, formaður Helgi Rúnar Bragason, framkvæmdastjóri
Birna Baldursdóttir
Jón Steindór Árnason
Ómar Kristinsson (Teams)
Sigrún Árnadóttir
María Aldís Sverrisdóttir, varamaður (Teams)
Jóna Jónsdóttir, varamaður
Fundur settur
Fundargerð síðasta fundar
Samþykkt
4. Málefni stjórnar:
Nýtt Fræðslu- og lýðheilsuráð
Nýtt ráð kynnt. Mikil endurnýjun. Fræðslu- og lýðheilsuráð sem kjörið var á fundi bæjarstjórnar 7. júní sl. er skipað eftirtöldum: Aðalmenn: Heimir Örn Árnason, formaður, Hulda Elma Eysteinsdóttir, varaformaður, Bjarney Sigurðardóttir, Óskar Ingi Sigurðsson, Tinna Guðmundsdóttir, Elsa María Guðmundsdóttir, áheyrnarfulltrúi, Ásrún Ýr Gestsdóttir, áheyrnarfulltrúi. Varamenn: Hildur Brynjarsdóttir, Arnór Þorri Þorsteinsson, Viðar Valdimarsson, Thea Rut Jónsdóttir, Málfríður Stefanía Þórðardóttir, Rannveig Elíasdóttir, varaáheyrnarfulltrúi, Angantýr Ómar Ásgeirsson, varaáheyrnarfulltrúi.
Heilsuefling 60+
Formaður sat kynningarfund ásamt Ellerti um verkefnið Bjartur lífsstíll. Boltinn er hjá Ellerti en í skoðun er hvernig er hægt að nýta mannvirki og starfsmenn Akureyrarbæjar í aðkomu að þessu verkefni. Verkefnastjórar þessa verkefnis munu koma norður og kynna verkefnið frekar. Hugmyndin er að framkvæmd þessa verkefnis verði í höndum íþróttafélaganna. Hugmynd að halda stóran fund með félögunum.
Uppfærð lög UFA
Gerðar voru breytingar á lögum UFA á aðalfundi félagsins árið 2021. Stjórn ÍBA hefur yfirfarið lögin og gerir ekki athugasemdir. Lagabreytingarnar eru því samþykktar með fyrirvara um samþykki ÍSÍ.
Fyrirtækjabanki, Enor
Nýr tengiliður hjá Enor sem sér um bókhald ÍBA þarf aðganga að fyrirtækjabanka ÍBA. Stjórn undirritar heimild. Jón Steindór, gjaldkeri, þarf að fá prókúru. Formaður sér um framkvæmd.
Starfsmannamál ÍBA
Ljóst er að veikindaleyfi Helga mun framlengjast. Ákveðið að ræða við Helgu Björgu Ingvarsdóttur um tímabundið starf.
Stjórn afrekssjóðs, skipan fulltrúa
Stjórn afrekssjóðs sér um að veita styrki og viðurkenningar til afreksmanna í íþróttum. Áætlað að haldnir séu 1-3 fundir á ári. Samþykkt að María, Birna og Ómar verði fulltrúar ÍBA í stjórn sjóðsins.
Lottóúthlutun, yfirferð
Lottóúthlutun er greidd út tvisvar á ári. Nú farið að byggja á gögnum úr Sportabler. Þegar vel gengur kemur aukalega arðgreiðsla til ÍBA. Helgi leggur til að gera breytingu á útreikningi á lottóúthlutun og færa í samræmi við matrixu Akureyrarbæjar. Stefnt er á að setja á dagskrá næsta formannafundar að koma með tillögu að breytingu á lottó úthlutuninni. Greitt verður til félaga í júní.
UFA og KFA frjálsar
KFA óskaði eftir æfingartímum á sama tíma og UFA. Formaður settist niður með forsvarsmönnum UFA sem hafna þessu fyrirkomulagi. Formaður ÍBA hefur svarað KFA á þá leið að iðkendur mega mæta kl. 19 eða hálftíma áður en æfingum UFA lýkur en þjálfari mætir síðar þ.e. 19:30 þegar iðkendur UFA hafa lokið æfingu.
Trúnaðarmál stjórnar
Fært í trúnaðarbók.
5. Önnur mál:
Aðalfundir félaga
Akur - Formaður ÍBA sat aðalfund og upplýsti um helstu atriði hans.
FIMAK - Sigrún Árnadóttir var viðstödd fundinn og upplýsti um helstu atriði hans. Rekstrarafgangur hjá félaginu. Aðalsteinn áfram formaður FIMAK.
Tímaúthlutun íþróttahúsa
Formaður ÍBA og Ellert vinna nú að tímaúthlutunum fyrir næsta haust. Vonast til að klára fyrir sumarið.
6. Tilhögun næsta fundar
Stefnt er á fund 8. ágúst n.k.
Fundarslit kl. 18:26.