Stjórnarfundur 2. júní 2020

02.06.2020 16:30

Stjórnarmenn:                                                       Starfsmaður:
Geir Kr. Aðalsteinsson, formaður                          Helgi Rúnar Bragason, framkvæmdastjóri
Hrafnhildur Guðjónsdóttir, varaformaður
Inga Stella Pétursdóttir, ritari
Ármann Ketilsson, gjaldkeri
Erlingur Kristjánsson, meðstjórnandi
Hörður Sigurharðarson
Ómar Kristinsson 

 1. Fundur settur.
  Forföll boðuðu Hrafnhildur Guðjónsdóttir, Hörður Sigurharðarson og Inga Stella Pétursdóttir.

 2. Fundargerð síðasta fundar.
  Fundargerð borin upp og samþykkt.

 3. Innsend erindi:

  1. Frístundaráðsbókanir
   Til kynningar og umræðu.

  2. KFA - Aðstöðu mál
   Til fundarins mættu fimm fulltrúar úr stjórn KFA.  Gerðu þeir grein fyrir alvarlegri stöðu félagsins en KFA missir húsnæði sitt um næstu mánaðarmót.  Frístundaráð hefur hingað til bókað þess efnis að ekkert húsnæði sé á lausu hjá bænum og því ekkert hægt að gera.  Ljóst er að ef Akureyrarbær kemur ekki að borðinu er ekkert annað í stöðunni en að leggja niður þetta rótgróna félag.
   Stjórn ÍBA leggur þunga áherslu á að Frístundaráð leiti leiða til að leysa í eitt skipti fyrir öll þann aðstöðuvanda sem steðjar að KFA og Bogfimideild Akurs.  Í erindi til Frístundaráðs frá stjórn ÍBA dags. 17. október 2019 er málið rakið ítarlega og óskað eftir samvinnu félaganna, ÍBA og Frístundaráðs í ljósi þess að Austursíða 2 var komin í söluferli. 
   Í framhaldinu óskaði Frístundaráð eftir frekari tillögum frá ÍBA og skilaði bandalagið af sér tillögum þess efnis að KFA og mögulega Akur fengju aðstöðu í kjallara Íþróttahallarinnar en til þess að svo mætti verða þyrfti að fara í framkvæmdir í Íþróttahöllinni og að flýta framkvæmdum að Jaðri, en GA hefur sem kunnugt er vetraraðstöðu í kjallara Íþróttahallarinnar.  Frístundaráð taldi sig ekki geta unnið áfram með þessa tillögu.
   Á fundi Frístundaráðs þann 25. mars var svo ítrekun á málinu frá stjórn ÍBA tekin fyrir en fært til bókar að ekki væri hægt að verða við erindinu þar sem að Akureyrarbær hefur ekkert húsnæði aflögu.
   Nú er svo komið að umrædd íþróttafélög eru „á götunni“ og starf þeirra í miklu uppnámi.  Vill því stjórn ÍBA hvetja Frístundaráð til að setja á fót vinnuhóp sem hefur það verkefni að leysa úr þeim bráðavanda sem upp er kominn, með tillögum til framtíðar.  ÍBA lýsir sig reiðubúið að eiga fulltrúa í slíkum vinnuhópi.

  1. KFA - Frjálsíþróttadeild 
   Rætt um tímaúthlutanir til handa frjálsíþróttadeild KFA.  UFA hefur verið í forgangi þegar kemur að tímaúthlutun en nú er kallað eftir skýrari leikreglum.  Framkvæmdastjóra og formanni falið að skoða málið nánar með fulltrúum Akureyrarbæjar og Þórs.

 1. Málefni stjórnar:

  1. Aðalfundur félaganna.
   Farið yfir helstu atriða aðalfunda eftirfarandi félaga:
   - Þórs (Geir)
   - KA (Geir)
   - Léttir (Geir)
   - SKA (Helgi)

  1. ÍSÍ - Úthlutun fjármuna v/Covid-19
   Farið yfir úthlutun fjármuna frá ÍSÍ vegna COVID-19 til félaga innan ÍBA.

  1. Lottóúthlutun, fyrri hluti 2020
   Komið er að lottóúthlutun vegna fyrri hluta 2020.  Framkvæmdastjóra og gjaldkera falið að klára málið þegar maí greiðsla frá Íslenskri getspá berst.  Félögum ber að hafa skilað starfsskýrslum fyrir 2018 og 2019 til að fá greiðslu.

 1. Önnur mál:

  1. Ósk framkvæmdastjóra um að sækja um MBA nám með vinnu.
   Stjórn samþykkir að framkvæmdastjóri ÍBA sæki um að komast í MBA nám hjá HÍ.

 1. Tillögun næsta fundar
  Næsti fundur verður haldinn að sumarleyfi loknu, en fyrr ef upp koma mál sem ekki þola bið.

 2. Fundarslit kl. 18.50