Stjórnarfundur 18. september 2023

18.09.2023 16:30

Stjórn:                                                      Starfsmaður:
Geir Kr. Aðalsteinsson, formaður Helga Björg Ingvadóttir, framkvæmdastjóri

Birna Baldursdóttir, varaformaður                   
Jón Steindór Árnason
Ómar Kristinsson 

Sigrún Árnadóttir

María Aldís Sverrisdóttir, varamaður 

Jóna Jónsdóttir, varamaður 

 

  1. Fundur settur

  2. Fundargerð síðasta fundar - Fundargerð síðasta fundar samþykkt.      

  3. Innsend erindi:

    1. Vinnuhópar og nefndir ÍSÍ

Erindi hefur borist frá ÍSÍ þar sem óskað er eftir tilnefningu fulltrúa í Upplýsinga- og fjölmiðlanefnd ÍSÍ, vinnuhóp ÍSÍ um góða stjórnarhætti og vinnuhóp ÍSÍ um sjálfbærni.  Tilnefningar berist fyrir 19. september.

  1. Fræðslu- og lýðheilsuráðsbókanir:
    Fundur Fræðslu- og lýðheilsuráðs 28.8.2023 

Fundur Fræðslu- og lýðheilsuráðs 12.9.2023

 

  1. Málefni stjórnar: 

    1. Andlát Helga Rúnars Bragasonar, framkvæmdastjóra ÍBA

Helgi Rúnar féll frá þann 27. ágúst sl.  Stjórn ÍBA ákveður að veita styrk til fjölskyldu Helga Rúnars vegna útfararkostnaðar.

  1. FIMAK, sameiningarviðræður við Þór og KA.

Stjórn FIMAK tók þá ákvörðun að ganga til viðræðna við KA og standa þær viðræður nú yfir. 

  1. Íþróttaráðstefna 23. september 2023

ÍBA, Akureyrarbær, ÍSÍ og Háskólinn á Akureyri halda í sameiningu ráðstefnuna “Farsæll ferill: Íþróttaferill í með- og mótbyr”.  Undirbúningur er í fullum gangi. Framkvæmdastjóri mun senda ítrekun á íþróttafélögin og hvetja til þátttöku.

  1. Sambandsþing UMFÍ

Sambandsþing UMFÍ fer fram á Hótel Geysi í Haukadal helgina 20.-22. október nk.  ÍBA á 9 þingfulltrúa en fulltrúar bandalagsins verða átta.

  1. Íþróttahéruð og lottó, kynningarfundur

Vegna sambandsþings UMFÍ stendur UMFÍ fyrir kynningarfundi um tillögu sem liggur fyrir þinginu varðandi íþróttahéruð og lottó.  Kynningarfundur fyrir ÍBA og UMSE fer fram laugardaginn 30. september kl. 10.  Fulltrúar ÍBA á fundinum verða formaður og aðrir stjórnarmeðlimir sem hafa tök á að mæta.

  1. Formannafundur ÍSÍ

Árlegur formannafundur ÍSÍ fer fram föstudaginn 24. nóvember nk. á höfuðborgarsvæðinu.  Formaður og framkvæmdastjóri ÍBA munu sitja fundinn.

  1. Önnur mál:

  1. Ungmennaráðstefna UMFÍ

Ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði á vegum Ungmennaráðs UMFÍ fer fram á Reykjum í Hrútafirði 22.-24. september.  Boð hefur verið sent á öll aðildarfélög ÍBA.

  1. Allir með - staða verkefnis

Framkvæmdastjóri ÍBA fór yfir stöðu verkefnisins á Akureyri. 

  1. Vinnuhópar ÍSÍ

Óskað er eftir aðilum í vinnuhópa ÍSÍ sem hafa góða þekkingu á málefnunum, þ.e.: upplýsinga- og fjölmiðlanefnd, nefnd um sjálfbærnimál og nefnd um góða stjórnarhætti.

  1. Fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Nú eru liðin 4 ár frá því íBA varð fyrirmyndafélag ÍSÍ. Framkvæmdastjóri ÍBA mun fara yfir gögn bandalagsins og skila til starfsmanns ÍSÍ til úttektar.

 

  1. Tilhögun næsta fundar

Næsti fundur er áætlaður 2. eða 9. október.

  1. Fundarslit um kl. 17:50.