Stjórnarfundur 15. ágúst 2023

15.08.2023 16:30

Stjórn:                                                      Starfsmaður:
Geir Kr. Aðalsteinsson, formaður Helga Björg Ingvadóttir, framkvæmdastjóri

Birna Baldursdóttir, varaformaður, fjarverandi                         
Jón Steindór Árnason
Ómar Kristinsson 

Sigrún Árnadóttir

María Aldís Sverrisdóttir, varamaður 

Jóna Jónsdóttir, varamaður 

 

 

  1. Fundur settur

  2. Fundargerð síðasta fundar - Fundargerð síðasta fundar samþykkt.   

  3. Innsend erindi:

    1. Fræðslu- og lýðheilsuráðsbókanir:
      Fundur Fræðslu- og lýðheilsuráðs 14.8.2023 

Til upplýsinga.

  1. Málefni stjórnar: 

    1. Formannsskipti ÍBA.

Geir Kristinn tók aftur við sem formaður ÍBA þann 1. ágúst sl. en hann óskaði eftir að stíga tímabundið til hliðar um síðustu áramót og hefur varaformaður bandalagsins, Birna Baldursdóttir, gegnt formennsku á meðan.

  1. FIMAK, sameiningarviðræður við Þór og KA.

Stjórn FIMAK hefur ákveðið að hefja formlegar viðræður við Þór og KA um mögulega sameiningu.  Formaður, varaformaður og framkvæmdastjóri ÍBA sátu fund með fulltrúum FIMAK þann 25. júlí sl. þar sem farið var yfir stöðu mála.  Óskaði FIMAK eftir aðstoð ÍBA í þeirri vinnu sem framundan er og ákveðið var að fulltrúar frá ÍBA myndu sitja fundina með bæði Þór og KA.  Fundur FIMAK og Þórs fór fram þann 1. ágúst sl. og sátu formaður og framkvæmdastjóri ÍBA fundinn.  Fundur FIMAK með KA fór fram 9. ágúst og sat framkvæmdastjóri fundinn fyrir hönd ÍBA.

  1. Karatefélag Akureyrar, húsnæðismál.

Fulltrúar Karatefélags Akureyrar hafa tilkynnt að félagið muni missa æfingahúsnæði sitt frá næstu áramótum en félagið hefur leigt húsnæði af þriðja aðila.  Óskar félagið eftir aðstoð við að finna nýtt húsnæði svo ekki komi til þess að íþróttin leggist af á Akureyri.

  1. Íþrótta- og tómstundadagurinn

TIlgangurinn að fjölga iðkendum. Ætlunin að íþróttafélögin kynni sína starfsemi. Vilji til að Andri hjá Sportabler verið á svæðinu.Stefnt á 26. ágúst en tímasetning er ekki að henta öllum og því óvíst hvort af verður.

  1. Ráðstefna í haust - Farsæll ferill: Íþróttaferill í með- og mótbyr, 23. september 2023.

  1. Önnur mál:

  1. Tímaúthlutun í íþróttamannvirkjum vetur 23-24.

Vinna við úthlutun tíma í íþróttamannvirkjum fyrir veturinn er á lokametrunum.

  1. Unglingalandsmót og Landsmót UMFÍ 50+, árið 2025

UMFÍ hefur auglýst eftir umsækjendum fyrir mótahald félagsins fyrir árið 2025.  Um er að ræða tvö mót, Unglingalandsmótið og Landsmót UMFÍ fyrir 50 ára og eldri. Tekin var ákvörðun að sækja ekki um mótin að þessu sinni.

  1. Tvær nýjar íþróttagreinar samþykktar af ÍSÍ

ÍSÍ tilkynnti nýverið að tvær nýjar íþróttagreinar hafi verið samþykktar innan sambandsins.  Um er að ræða annars vegar amerískan fótbolta, en hann er stundaður í einu félagi á Íslandi, og hins vegar pílukast.  Píla hefur lengi verið stunduð hjá íþróttafélögum, m.a. hjá Þór en þá sem félagsstarfsemi en ekki íþróttastarfsemi þar sem íþróttin var ekki viðurkennd sem íþrótt innan ÍSÍ fyrr en núna. Undanfarið hefur iðkun pílu farið hraðvaxandi á landsvísu og ýmis sérfélög um pílu sótt um aðild að íþróttahéruðum innan ÍSÍ. 

  1. Tilhögun næsta fundar

Næsti fundur mun fara fram mánudaginn 18. september kl. 16:30.

  1. Fundarslit kl. 17:42.