Stjórnarfundur 13. september 2021

13.09.2021 16:30

Stjórn:                                                                    Starfsmaður:
Geir Kr. Aðalsteinsson, formaður                          Helgi Rúnar Bragason, framkvæmdastjóri
Birna Baldursdóttir, varaformaður
Ármann Ketilsson, gjaldkeri
Inga Stella Pétursdóttir, ritari
Erlingur Kristjánsson, meðstjórnandi
Jón Steindór Árnason, varamaður
Ómar Kristinsson, varamaður

  1. Fundur settur

  2. Fundargerð síðasta fundar   
    Farið yfir fundargerð og hún samþykkt.

  3. Innsend erindi:

    1. Frístundaráðsbókanir 18. ágúst og 1. september.
      Til upplýsinga

    2. Málefni kraftlyftinga á Akureyri 
      Í framhaldi af lið 3b á síðasta stjórnarfundi ÍBA þann 9. ágúst sl. er formanni falið að taka stöðuna á KFA þar sem að aðstaða þeirra er á Hjalteyri og því engin kraftlyftingaaðstaða í boði á Akureyri.  Kanna þarf hvort KFA hafi skoðað möguleikann á að færa sig yfir til UMSE af landfræðilegum ástæðum.

    3. Tilkynning um brot frá SA
      Fært í trúnaðarbók

  1. Málefni stjórnar: 

    1. Sambandsþing UMFÍ
      Sambandsþing UMFÍ verður haldið á Húsavík dagana 15. til 17. október á Húsavík.  ÍBA á alls 11 þingfulltrúa á þinginu.  Formanni falið að óska eftir þingfulltrúum frá aðildarfélögum ÍBA.

    2. Framhaldsþing 75. Íþróttaþings ÍSÍ
      Áfram verður haldið með Íþróttaþing ÍSÍ sem hófst í vor en var frestað til haustsins vegna Covid 19.  Formanni falið að láta þingfulltrúa vita og kalla inn varamenn ef þess þarf.

    3. Ávísun á gott samstarf
      UMFÍ gaf ÍBA, HSÞ, UMSE og UÍF 250.000 kr. gjöf til að efla samstarf og samvinnu héraðanna.  Kunnum við UMFÍ bestu þakkir fyrir gjöfina.

  1. Önnur mál:

    1. Stjórnendanámskeið ÍSÍ
      Til kynningar

  1. Tillögun næsta fundar
    Næsti fundur fer fram mánudaginn 4. október kl. 16.30.

  1. Fundarslit kl. 18.10