Stjórnarfundur 12. janúar 2021

12.01.2021 16:30

Stjórn:                                                                    Starfsmaður:
Geir Kr. Aðalsteinsson, formaður                          Helgi Rúnar Bragason, framkvæmdastjóri
Hrafnhildur Guðjónsdóttir, varaformaður
Inga Stella Pétursdóttir, ritari
Ármann Ketilsson, gjaldkeri
Erlingur Kristjánsson, meðstjórnandi
Hörður Sigurharðarson
Ómar Kristinsson

 1. Fundur settur
  Forföll boðaði Inga Stella Pétursdóttir.

 1. Fundargerð síðasta fundar   
  Fundargerð samþykkt.

 1. Innsend erindi:

  1. Frístundaráðsbókanir
   Til upplýsinga og stjórn ÍBA hvetur frístundaráð til að skera ekki niður fjármagn til íþróttahreyfingarinnar á þessum viðkvæmu tímum í skugga heimsfaraldurs. Þá er mikilvægt að koma málefnum Karatefélags Akureyrar, Bogfimideildar Akurs og KFA í farveg en þessi félög hafa ekki aðgang að húsnæði/aðstöðu á vegum Akureyrarbæjar, ólíkt flestum öðrum félögum.

  2. Nóri og Sportabler
   Stjórn ÍBA fagnar fyrirhuguðu samstarfi Greiðslumiðlunar ehf. og Abler ehf. sem skilar sér í einu öflugu skráningar- og samskiptakerfi, íþróttafélögum og iðkendum til heilla.

  3. KRAFT
   Til umræðu erindi frá stjórn Kraftlyftingasambandi Íslands þar sem sambandið lýsir áhyggjum af stöðu mála innan Kraftlyftingafélags Akureyrar.

 1. Málefni stjórnar: 

  1. Íþróttamaður Akureyrar 2020
   Farið yfir niðurstöður kosningar um íþróttafólk Akureyrar. Niðurstöður eru trúnaðarmál fram að krýningu. 
   Rætt um hvernig krýningin eigi sér stað í ljósi samkomutakmarkana. Ákveðið að halda athöfnina með hefðbundnu sniði í Hofi en í stóra sal hússins mega vera allt að 124 manns við bestu nýtingu gildandi sóttvarnarlaga.  Ekki verður unnt að hafa viðburðinn opinn almenningi en gerður verður boðslisti fyrir viðburðinn.

  2. KFA
   Fært til trúnaðarbókar.

 1. Önnur mál:

  1. Íþróttabærinn Akureyri
   Farið yfir efnistök í þriðja þætti þáttaraðarinnar sem nú er í bígerð.

  2. HFA 
   Erindi frá Hjólreiðafélaginu um möguleikann á stökkæfingum fyrir reiðhjól í Boganum.  Framkvæmdastjóra falið að ræða málið við framkvæmdastjóra Þórs.

 1. Tillögun næsta fundar
  Næsti fundur verður mánudaginn 1. febrúar kl. 16.30.

 1. Fundarslit kl. 18:15.