Stjórnarfundur 12. apríl 2021

12.04.2021 16:30

Stjórn:                                                                      Starfsmaður:
Geir Kr. Aðalsteinsson, formaður                          Helgi Rúnar Bragason, framkvæmdastjóri
Hrafnhildur Guðjónsdóttir, varaformaður
Inga Stella Pétursdóttir, ritari
Ármann Ketilsson, gjaldkeri
Erlingur Kristjánsson, meðstjórnandi
Hörður Sigurharðarson
Ómar Kristinsson

 1. Fundur settur
  Ármann Ketilsson og Hörður Sigurharðarson boðuðu forföll.

 1. Fundargerð síðasta fundar   
  Fundargerð samþykkt.

 2. Innsend erindi:

  1. Frístundaráðsbókanir
   Farið yfir fundargerð Frístundaráðs frá 17. mars sl. Til upplýsinga

  2. ÍSÍ - Greiðslur til íþróttafélaganna v/Covid-19
   Til upplýsinga var farið yfir lista frá ÍSÍ yfir þau íþróttafélög sem hlutu fjárstyrk úr viðbótarframlagi frá ríkinu að andvirði 300 milljónir kr.  Alls hlutu 16 aðildarfélög ÍBA hlutu styrki upp á tæplega 19,3 milljónir króna.

  3. Akur bogfimideild - Umsögn til frístundaráðs v/aðstöðumála
   Erindi frá formanni Akurs og fulltrúa bogfimideildar vegna aðstöðumála deildarinnar.
   Stjórn ÍBA lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu bogfimi á Akureyri.  Það góða starf sem byggt hefur verið upp innan Akurs á undanförnum árum stendur nú frammi fyrir því að verða að engu verði ekki gripið í taumana umsvifalaust.
   Nú þegar styrkir til íþróttafélaga vegna leigu hjá þriðja aðila hafa verið teknir út úr fjárhagsáætlun er nauðsynlegt að móta skýra stefnu varðandi þær íþróttagreinar sem ekki búa svo vel að hafa aðstöðu í húsnæði í eigu Akureyrarbæjar. Stjórn ÍBA hvetur Frístundaráð til að leggjast í vinnu við að skoða aðstöðumál þeirra greina er verst standa í þessum efnum, þ.m.t. bogfimi.  Lýsir stjórn ÍBA sig reiðubúna í að koma að slíkri vinnu.  

  4. Óðinn - Erindi til frístundaráðs v/AMÍ
   Erindi frá Sundfélaginu Óðni þar sem óskað er eftir að Akureyrarsundlaug verði lokuð almenningi á meðan Aldursflokkameistaramót Íslands (AMÍ) í sundi fer fram 25.-27. júní nk. 
   Stjórn ÍBA telur mikilvægt að framkvæmd á jafn stóru móti og AMÍ er sé fagmannleg og til fyrirmyndar fyrir Sundfélagið Óðinn.  Því er mikilvægt að vinna málið vel með forstöðumanni sundlaugarinnar og fara yfir hvað þarf til svo hægt sé að halda mótið með sæmd. 

  5. Þór - Deiliskipulag til frístundaráðs
   Erindi frá Íþróttafélaginu Þór þar sem félagið óskar eftir viljayfirlýsingu við Akureyrarbæ um að farið verði í að deiliskipuleggja félagssvæði Þórs og nánasta umhverfi.
   Stjórn ÍBA fagnar því að skipulagsmál á stórum íþróttasvæðum í bænum séu mótuð til langrar framtíðar og fellur slíkt vel að þeirri hugmyndafræði að byggja upp færri og stærri íþróttakjarna í bæjarfélaginu.

 1. Málefni stjórnar: 

  1. Íþróttabærinn Akureyri 
   Búið er að gera fjóra þætti um Íþróttabæinn Akureyri.  Umræður um hvort framlengja á samstarfið við N4 vegna þáttagerðar um íþróttir á Akureyri.  Rætt um að skoða möguleikann á að gera stutta þætti um íþróttir unglinga í bænum.  Framkvæmdastjóra falið að vinna málið áfram.

  2. 64. ársþing ÍBA
   Ársþing ÍBA er fyrirhugað þann 29. apríl næstkomandi.  Ákveðið að bíða eftir tillögum sóttvarnarlæknis sem taka gildi þann 15. apríl áður en næstu skref verða ákveðin.

  3. Ársreikningur ÍBA 2020
   Borinn upp til samþykktar stjórnar og undirritunar.

  4. ÍBA barmnælur
   Núverandi lager er tómur.  Framkvæmdastjóri hefur fengið tilboð í nýjar nælur.  Tilboðið er ásættanlegt og ákveðið að panta 1000 stk.

  5. Aðalfundir 2021
   KFA - Formaður sat aðalfund KFA þann 12. mars sl. og fór hann yfir það helsta sem bar á góma á fundinum.

  6. UMFÍ 
   Stefnufundur 14. apríl kl. 18-20.  UMFÍ er í stefnumótunarvinnu þessa dagana og mun funda með íþróttahéruðum á norðurlandi næstkomandi miðvikudag á Teams.  Stjórnarmenn og forsvarsmenn íþróttafélaga hvattir til að skrá sig.

 2. Önnur mál:

  1. UFA - Staðfesta uppfærð lög
   Lög UFA voru uppfærð á aðalfundi félagsins þann 24. febrúar sl.  Stjórn ÍBA staðfestir breytingar á lögunum með fyrirvara um samþykki laganefndar ÍSÍ.

  2. ÍSÍ - Íþróttaþing verður haldið 7.-8. maí. 
   ÍBA á sex fulltrúa og stjórnarmönnum boðið að mæta.

  3. ÍBA - Q1 Tölfræði yfir iðkendur 2018-2021.
   Farið yfir uppfærðan lista yfir virka iðkendur innan ÍBA. Til upplýsinga.

 1. Tilhögun næsta fundar
  Næsti fundur mánudaginn 3. maí kl. 16:30

 2. Fundarslit kl. 18.15.