Stjórnarfundur 10. janúar 2022

10.01.2022 16:30

Stjórn:                                                                     Starfsmaður:
Geir Kr. Aðalsteinsson, formaður                          Helgi Rúnar Bragason, framkvæmdastjóri
Birna Baldursdóttir, varaformaður
Ármann Ketilsson, gjaldkeri
Inga Stella Pétursdóttir, ritari
Erlingur Kristjánsson, meðstjórnandi
Jón Steindór Árnason, varamaður
Ómar Kristinsson, varamaður

 1. Fundur settur

 2. Fundargerð síðasta fundar   
  Fundargerð samþykkt.

 1. Innsend erindi:

  1. Frístundaráðsbókanir
   Til kynningar

  2. Erindi frá fyrrverandi formanni Léttis.
   Kæra fyrrverandi framkvæmdastjóra Léttis er felld niður í ljósi þess að allir kærufrestir eru liðnir.

  3. Ferð til Osló á vegum UMFÍ  
   Fyrirhuguð er fræðsluferð til Osló í mars á vegum UMFÍ.  Þema ferðarinnar er öryggi og vernd iðkenda í íþróttahreyfingunni þar sem læra á af heimamönnum sem náð hafa mjög góðum árangri í slíkum málum.  UMFÍ óskar eftir þátttakendum sem fara með málefni barna og vinna náið með starfsfólki í framlínu í íþróttum.  Stjórn ÍBA samþykkir að senda einn fulltrúa í ferðina ef rétti aðilinn finnst.  Formanni falið að finna hentugan fulltrúa frá einhverju aðildarfélaganna.

 1. Málefni stjórnar: 

  1. Formannafundur ÍBA
   Vegna samkomutakmarkana er formannafundi frestað enn á ný um óákveðinn tíma.

  2. Íþróttamaður Akureyrar, undirbúningur
   Stefnt er að því að halda hátíðina Íþróttamaður Akureyrar í Hofi, miðvikudaginn 26. janúar nk.  Formaður undirbúningsnefndar, Inga Stella Pétursdóttir, fór yfir stöðuna á undirbúningi hátíðarinnar og gengur hann mjög vel.

 1. Önnur mál:

  1. Rætt um reglur varðandi tilnefningar frá íþróttafélögunum, t.d. varðandi fjölda tilnefndra frá hverjum félagi og hvort eðlilegt sé að tilnefna aðila sem aldrei hafa búið á Akureyri né iðkað sína íþrótt hér.

 1. Tilhögun næsta fundar.
  Næsti fundur verður haldinn mánudaginn 7. febrúar kl. 16.30.

 2. Fundarslit kl. 17:30