63. Ársþing ÍBA

25.04.2018 17:30

63. ársþing ÍBA
Íþróttahöllin 25. apríl 2018, klukkan 17:30

1.  Þingsetning: Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður ÍBA setur þingið og biður viðstadda heiðursfélaga velkomna þá Harald Sigurðsson og Hermann Sigtryggsson, sem og aðra gesti þingsins.

Áður en gengið var til dagskrár bað Geir Kristinn þingfulltrúa að velta því fyrir sér hvort það gæti verið til heilla fyrir bandalagið að halda þingið árlega en ekki annað hvert ár eins og gert hefur verið frá árinu 2000.

Því næst las Geir Kristinn upp nöfn þeirra félaga sem látist hafa á árunum 2016-2018.

Látnir KA félagar 2016 – 2018: Ingunn Einarsdóttir 3. nóvember 2016, Friðfinnur Hermannsson 17. apríl 2017, Stefán B Árnason 18. Ágúst 2017 og Karl Haraldsson 31. Ágúst 2017.

Látnir GA félagar 2016-2018:  Gunnar Sólnes 6. júní 2016,  Pálmi Þorsteinsson 3. janúar 2018 og Þorvaldur Snæbjörnsson 11. janúar 2018.

Látnir Léttis félagar 2016-2018: Magnús Rúnar Árnason 14. nóvember 2016 og Birna Björnsdóttir 1. apríl 2018.

Látnir Þórs félagar 2016-2018: Kolbrún Jónsdóttir 6. júní 2016,  Arngrímur Kristjánsson 15. júlí 2016, Halldór Árnason 15. júní 2017, Sigurður Kristján Lárusson 3. janúar 2018.

2.  Kosning kjörbréfanefndar tillaga um Ingvar Gíslason KA, Ragnheiður Austfjörð Eik og Hrefna Björnsdóttir BA tillagan samþykkt og biður  Geir Kristinn kjörbréfanefnd að taka til starfa.

3. Kosning þingforseta og þingritara. Geir Kristinn upp þá tillögu að Þingforseti verði Hulda Sif Hermannsdóttir og þingritari Páll Jóhannesson. Þingheimur samþykkir með lófataki.

Hulda Sif Hermannsdóttir þakkar traustið og kynnir fyrsta mál þingsins sem eru fyrirlestrar frá þeim Magnúsi Orra Schram – Karlmenn í nýjum heimi og Önnu Soffíu Víkingsdóttur – Mín hlið. Erindin í anda #Metoo byltingarinnar.

Magnús Orri Shcram: Karlmenn í nýjum heimi. Magnús Orri kemur víða við og segir samfélagið vera upplifa mestu breytingar til langs tíma í kjölfar Metoo byltingarinnar. Magnús Orri segir karlmenn eiga Harvey Weinstein mikið að þakka því vegna óþokkaskapar hans fór Metoo byltingin af stað og á góðri leið með að breyta hugsun fólks til hvers annars. ,,Strákar hættum að láta eins og stelpurnar eigi jafnréttisumræðuna og feminisman. Tökum boltann og klárum færið og verðum með. Við þurfum að breyta hugsuninni sérstaklega við karlarnir“. Mjög flottur fyrirlestur sem þingheimur kunni að meta.

Anna Soffía Víkingsdóttir: Mín hlið.  Anna Soffía er júdóþjálfari hjá KA og kvennalandsliðsþjálfari. Anna Soffía lagði út frá því hversu erfitt það var að vera ung kona í íþróttum. Á 22. aldursári tók hún ákvörðun að hætta að vera meðvirk (að hlægja að klúrum bröndurum karla) og setja þess í stað ofan í þá karla sem sögðu tvíræða brandara um konur. Einnig mikilvægi þess að kynjaskipta æfingum. Anna Soffía segir með Metoo byltingunni hafi margt áunnist en enn sé langt í land.

Umræður teknar og Magnús Orri þakkar Önnu Soffíu fyrir frábæran fyrirlestur. Meðal spurninga, hvað geta íþróttafélögin gert? Passa þarf upp á að í íþróttahúsum sé  jafnt hlutfall karla og kvenna á plakötum þar sem íþróttir eru auglýstar. Myndi ráðning íþrótta/jafnréttisfulltrúa í félögunum verða til þess að hlutirnir lagist?.

4. Ársskýrslur stjórnar og sérráð ræddar svo og reikningar þeirra og atkvæði greidd um þá.

Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður ÍBA flytur skýrslu stjórnar árin 2016 og 2017. 2016 þar nefndi hann m.a. Bátaskýli Nökkva, endurbætur í Boganum og Skautahöllinni. Íþróttahús Naustaskóla fullbyggt, KKA 20 ára, Akureyri á iði, ÍBA hafi í fyrsta sinn kjörið Íþróttakarl og íþróttakonu ársins.

2017: Ný íþróttastefna Akureyrarbæjar ofarlega í huga formanns, KFA flutti starfsemi sína, Naustaskóli tekin í notkun, Haldið áfram hönnun á siglingasvæði Nökkva. Ný stólalyfta í Hlíðarfjalli, Frístundastyrkur alltaf að hækka komin í 20 þúsund. Íþróttaþing ÍSÍ, Akureyri á Iði, Skauta- Svifflugu- og Skotveiðifélagið áttu stórafmæli á árinu. Þá hafi verið ákveðið að láta reyna á að synja Bocciafélagi Akureyrar sem nýju félagi í ÍBA. Aðkomu ÍBA að nýjum samstarfssamningi Þórs og KA um rekstur Þórs/KA og liðið hafi skilað frábærum árangri. KA sagði sig á árinu frá samstarfi við Þór um rekstur Akureyri handbolta. Þór hélt áfram að reka liðið undir merkjum Akureyri handbolti. Nýr rekstrarsamningur ÍBA við Akureyrarbæ. Í kjörfarið var Helgi Rúnar Bragason ráðinn framkvæmdastjóri í fullt starf og Þóra Leifsdóttir mun starfa áfram í hlutastarfi. 

Síðan er farið yfir ársreikninga áranna 2016 og 2017.

Á árinu 2016 voru rekstrartekjur bandalagsins 32.631.834 kr en rekstrargjöldin 27.461.66 kr og rekstrarafgangur ársins 5.422.547 kr.

Á árinu 2017 voru rekstrartekjurnar 35.557.283 kr og rekstargjöldin 28.724.188 kr og rekstrarafgangur tæpar 7.182.432 kr.

Umræður teknar um skýrslu stjórnar.

Ingvar hvetur ÍBA til að  hefja viðræður við félögin strax í ljósi nýrrar íþróttastefnu bæjarins.

Valdimar spyr hvort ÍBA ætli að standa fyrir uppbyggingu Keiluíþróttinni sem þegar hefur enga aðstöðu í bænum eftir að keiluhöllin var rifinn á liðnu ári.

Kjörbréfanefnd: Ingvar Gísla 16 aðildarfélög af 23 sendu 54 fulltrúar öll lögleg og undirrituð. Hlutfall kvenna á þinginu er 42,5% konur.

Reikningar og skýrsla stjórnar samþykkt.

5. Fyrri umræða um lagabreytinga.

  1. Endurskoðun á lögum ÍBA.

Þar sem tillögur að breytingum voru ekki sendar út til félaga með lögformlegum hætti þarf að leita afbrigða um undanþágu að vísa tillögum til allsherjar og laganefndar. Tillagan um að veita afbrigði er samþykkt með tveim mótatkvæðum. Helgi Rúnar Bragason mælir fyrir lagabreytingum þ.e. hlutverk ÍBA 2 gr.  Umræður teknar um lagabreytingarnar og þeim síðan vísað til laganefndar.

6. Ræddar tillögur og mál sem fyrir liggja.

  1. Fjölgun ársþinga.
  2. Siðareglur ÍBA.  Skipuð verði nefnd sem fer í þessa vinnu. Umræður.
  3. Aðgerðaráætlun vegna nýrra íþróttastefnu Akureyrarbæjar og ÍBA.
  4. Tillaga um að hnefaleikafélagið verði aðildarfélag ÍBA
  5. TBA hvernig skal loka því félagi. Félagið er ekki virkt og verði vísað úr ÍBA málið sent til allsherjarnefndar.

7. Fyrri umræða um fjárhagsáætlun.

Geir Kristinn kynnir fjárhagsáætlun sem vísað til fjarhagsnefndar.

8. Kosið í allsherjarnefnd, fjárhagsnefnd og laganefnd 3 menn í hverja nefnd.

Fjárhagsnefnd skipa; Unnsteinn E Jónsson Þór, Sigríður Jóhannsdóttir KA og Jón Albert Jónsson Léttir

Laganefnd:

Þorsteinn Hjaltason KKA, Áslaug Kristjánsdóttir Létti og Sævar Pétursson KA.

Allsherjarnefnd: Þorgils Sævarsson Þór, Ómar Kristinsson: Óðinn sundfélag og Hrefna Torfadóttir KA.

Nefndirnar taka til starfa

Þinghlé

9. Álit þingnefnda, umræður og atkvæðagreiðsla.

Laganefnd: Þorsteinn Hjaltason segir að þar sem lagabreytingar standast ekki lög sé ákveðið að draga lagabreytingarnar til baka. Þau sem skipuðu laganefnd sitji áfram í millilaganefnd og komi með tillögur til lagabreytingar á næsta þingi.

Allsherjarnefnd: Ómar Kristinsson kynnir álit allsherjarnefndar sem felur ÍBA að skipa þriggja manna nefnd sem vinnur að gerð siðareglna og verði leiðandi í þessu starfi. Nefndin starfi undir stjórn Framkvæmdastjóra ÍBA. = Tillagan er samþykkt.

Aðgerðaráætlun íþróttastefnu þar verði stjórnin skipi nefnd ekki fleiri en 5 manna þvert á greinar og skal leita umsagnar allra hlutaðeigandi, félög og frístundaráð. Undir forystu framkvæmdastjóra ÍBA. = Samþykkt

Ellert Örn Erlingsson óskar eftir að nefndin verði í samráði við frístundaráð við aðgerðaráætlunina.

Borin upp tillaga um að Hnefaleikafélag Akureyrar verði veitt aðild að IBA. Tillagan samþykkt.

Tillaga að Tennis og badmintonfélagi Akureyrar (TBA) verði vikið úr bandalaginu samkvæmt 6. gr. laga ÍBA. Tillagan var samþykkt.

Fjárhagsnefnd Sigríður Jóhannsdóttir gerir grein fyrir störfum fjárhagsnefndar. Sigríður segir rekstrarstyrk ekki dekk laun og rekstrarkostnað í fjárhagsáætlun. Nefndi samþykkir áætlunina með fyrirvara um að bæinn bæti við 2,5 milljónum sem upp á vantar.

Geir Kristinn segir endurskoðun fari fram í maí og það sé sameiginlegur skilningur ÍBA og Akureyrarbæjar að taka tillit til þessa í haust þegar endurskoðun á rekstarsamningi fari fram. Fjárhagsáætlunin er samþykkt.

10. Kosningar og tilnefningar.

Uppstillinganefnd skipuðu: Ingvar Gíslason KA, Hildur Friðriksdóttir Óðinn  og Bjarni Þórhallsson GA.

  1. Tilnefningar í sérráð ÍBA
  2. Kosning formanns ÍBA. Geir Kristinn Aðalsteinsson var endurkjörin formaður ÍBA.
  3. Kosnir 4 menn í ÍBA og 2 til vara. Aðalmenn; Ármann Ketilsson, Hrafnhildur  Guðjónsdóttir, Erlingur Kristjánsson og Inga  Stella Pétursdóttir. Til vara: Hörður Sigurharðarson og Ómar Kristinsson.
  4. Kosnir 2 skoðunarmenn. Sveinn Torfi Pálsson og Guðmundur Bjarnar Guðmundsson.
  5. Kosning í nefndir, er þingið ákveður
  6. Kosning fulltrúa á ÍSI þing.

11. Önnur mál.

Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri flytur kveðjur frá ÍSÍ. Viðar kveðst vera boðinn og búinn að hjálpa félögum af fremsta megni þar sem við á. Viðar þakkar þingforseta og óskar nýrri stjórn velfarnaðar.

Áslaug Kristjánsdóttir: Hvað er að frétta af skrifum íþróttasögu Akureyrarbæjar?

Geir Kristinn segir vinnu hafna og verkinu miði hægt enda kosti þetta verk á bilinu 20-30 milljónir Óskar Halldórsson og Skapti Hallgrímsson hafa hafið vinnu við gagnaöflun og séu að taka viðtöl við þá Hermann Sigtryggsson og Harald Sigurðsson. Í dag séu til um 6 milljónir í sjóði til verksins.  

ÍBA mun hafa milligöngu ef félög vilja fá Magnús Orra og ræða Metoo

Þorsteinn Hjaltason, Unnsteinn Jónsson og Áslaug Kristjánsdóttir ásamt framkvæmdastjóra ÍBA starfi og skoði lög ÍBA fyrir næsta formannafund.

Sonju Sif Jóhannesdóttur sem hættir í stjórn ÍBA færð blómavöndur sem þakklætisvottur fyrir hennar störf í stjórn ÍBA.

12. Þingslit.

Geir Kristinn þingheimi traustið og þakkar þingforseta fyrir fundarstjórn og kveðst hlakka til að vinna með stjórninni og þakkar þingfulltrúum fundarsetuna.

71 þinggestir skráðu nöfn sín í gestabók.

Þingi slitið klukkan 22:15

 

Þingritari,

Páll Jóhannesson