Vilt þú taka þátt í að efla íþróttastarfið í landinu?

Líkt og kemur fram í fréttum á heimasíðum ÍSÍ og UMFÍ er óskað eftir sextán hæfileikaríkum og metnaðarfullum einstaklingum með brennandi áhuga á íþróttstarfi á Íslandi til að taka þátt í að byggja upp öflugt starf íþróttahéraða á öllu landinu. 

Tveir starfsmenn verða á hverri stöð en settar verða upp átta svæðastöðvar um allt land. 

Horft er til þess að starfsmennirnir sextán muni vinna saman sem einn þar sem styrkleikar og hæfileikar hvers og eins verða nýttir. 

Starfsfólk svæðastöðva tekur þátt í að skapa tækifæri og þróa árangursríkt íþróttaumhverfi fyrir börn- og ungmenni, fá tækifæri til að vinna að fjölbreyttum verkefnum sem miða að því að hámarka tækifæri barna og ungmenna til íþróttaiðkunar. 

Starfsemi svæðastöðva byggir á teymishugsun þar sem samvinna, fagmennska og framsækni í sterkri liðsheild er grundvallaratriði.  

Svæðastöðvarnar skiptast þannig og eru staðsettar á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austurlandi, Suðurlandi, Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu. 

Nánar um verkefnið, hverja og eina svæðastöð ofl. má finna á heimasíðum ÍSÍ og UMFÍ 

Svæðastöðin á Norðurlandi eystra þjónustar eftirfarandi íþróttahéruð:

Héraðssamband Þingeyinga (HSÞ)

Íþróttabandalag Akureyrar (ÍBA)

Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar (UÍF)

Ungmennasamband Eyjafjarðar (UMSE)

Hér er hægt að sækja um starfið á Norðurlandi eystra