Viktor Samúelsson og Hulda B. Waage íþróttafólk Akureyrar árið 2018

Í menningarhúsinu Hofi í kvöldi var lýst kjöri íþróttamanns Akureyrar 2018. Þetta var í 40. skipti sem íþróttamaður Akureyrar er heiðraður. Alls hlutu 13 íþróttakonur og 15 íþróttakarlar úr röðum aðildarfélaga ÍBA atkvæði til kjörsins. Á athöfninni veitti frístundaráð viðurkenningar fyrir Íslandsmeistaratitla og sérstakar heiðursviðurkenningar auk þess sem Afrekssjóður Akureyrarbæjar veitti afreksstyrki og aðildarfélögum styrki fyrir landsliðsmenn.

Íþróttakona Akureyrar 2018 var kjörin Hulda B. Waage úr Kraftlyftingafélagi Akureyrar. Hulda hefur sett fjölmörg Íslandsmet á árinu. Hennar besti árangur 2018: 230.0kg hnébeygju, 147.5kg bekkpressu, 180kg í réttstöðulyftu og 550kg í samanlögðu.

Helstu afrek á árinu:
– Íslandsmeistari kvenna í kraftlyftingum
– Íslandsmeistari kvenna í bekkpressu
– Bikarmeistari kvenna í kraftlyftingum
– Bikarmeistari kvenna í bekkpressu
– Kraftlyftingakona ársins 2018
– Stigahæsta Kraftlyftingakona ársins 2018
– Stigahæsta kona ársins í samanlögðu, bekkpressu og hnébeygju
– 8.sæti í -84 kg flokki á EM í kraftlyftingum
– 4.sæti í -84 kg flokki á Western European Championship í kraftlyftingum
– 19. Sæti í -84 kg flokki á Heimslista Alþjóðlega Kraftlyftingasambandsins
– 12 sæti á evrópulista evrópska kraftlyftingasambandsins 2018
– Stigahæsta kraftlyftingakona Íslands frá upphafi

Í 2. sæti varð Silvía Rán Björgvinsdóttir hokkýkona úr Skautafélagi Akureyrar og í 3. Sæti Martha Hermannsdóttir handknattleikskona úr KA/Þór.

Íþróttakarl Akureyrar 2018 var kjörinn Viktor Samúelsson úr Kraftlyftingafélagi Akureyrar. Viktor hefur sett fjölmörg Íslandsmet á árinu. Hans besti árangur 2018:
387.5kg hnébeygju, 307.5kg bekkpressu 322.5kg í réttstöðulyftu
1010kg í samanlögðu

Helstu afrek á árinu:
– Íslandsmeistari karla í kraftlyftingum
– Íslandsmeistari karla í bekkpressu
– Stigahæsti Kraftlyftingamaður ársins 2018
– Stigahæsti karl ársins í samanlögðu, bekkpressu og hnébeygju
– 4.sæti í -120 kg flokki á EM í kraftlyftingum
– 3.sæti í -120 kg flokki á Western European Championship í kraftlyftingum
– 8. Sæti í -120kg flokki á HM í kraftlyftingum
– 8. Sæti í -120 kg flokki á Heimslista Alþjóðlega Kraftlyftingasambandsins – 4 sæti á evrópulista Evrópska Kraftlyftingasambandsins 2018
– Stigahæsta kraftlyftingamaður Íslands frá upphafi

Í 2. sæti varð Filip Szewczyk blakmaður úr KA og í 3. sæti varð Alexander Heiðarsson júdómaður úr KA.

Heiðursviðurkenningar Frístundaráðs hlutu þau Árni Óðinsson fv. Formaður Þórs og Hrefna G. Torfadóttir fv. Formaður KA, bæði fyrir mikið og óeigingjarn starf í þágu íþrótta- og félagsmála á Akureyri.

Frístundaráð veitti viðurkenningar til 15 aðildarfélaga vegna 190 Íslandsmeistara á síðasta ári og Afrekssjóður veitti 16 einstaklingum afteksstyrki fyrir samtals rúmar 4 milljónir og 11 aðildarfélögum 1 milljón í styrki vegna 108 landsliðsmanna árið 2018.