Þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi

Íþróttaboðorðin tíu
Íþróttaboðorðin tíu

Þátttaka ungs fólks í skipulögðu íþróttastarfi tengist betri námsárangri og betri líðan ásamt því að draga úr líkum á frávikshegðun.

Fjölmargar íslenskar rannsóknir hafa sýnt að þátttaka unglinga í skipulögðu íþróttastarfi dregur úr líkum á að unglingar leiðist út í frávikshegðun. Þeir unglingar sem leggja reglulega stund á íþróttir eða aðra hreyfingu eru síður líklegir til að sýna neikvætt atferli en aðrir jafnaldrar þeirra. Íþróttastarf, líkt og annað skipulagt tómstundastarf í umsjón ábyrgra aðila, er þannig af mörgum talið hafa víðtækt forvarnargildi ekki einungis gegn frávikshegðun, líkt og afbrotum, ofbeldi og vímuefnaneyslu, heldur tengist aukin íþróttaþátttaka einnig betri námsárangri, betri líðan, meiri sjálfsvirðingu og jákvæðari líkamsmynd. Neysla áfengis, tóbaks eða fíkniefna á aldrei samleið með iðkun íþrótta.

Íþróttahreyfingin á Íslandi vill stuðla að aukinni og almennari þátttöku ungs fólks í íþróttastarfi með því að hvetja íþrótta- og ungmennafélög til þess vinna markvisst að því að fjölga iðkendum íþrótta meðal barna og unglinga, m.a. með því að auka fjölbreytni í iðkuninni og tryggja þannig að öll börn og unglingar fái tækifæri til að stunda íþróttir í samræmi við eigin þarfir, getu og áhuga.

Á vefsíðu ÍSÍ má sjá fræðslubæklinga sem ÍSÍ hefur gefið út.
Smelltu hér til þess að skoða efnið

Þar eru m.a. þessir bæklingar: