STEFNUMÓTUN ÍÞRÓTTAMÁLA Á AKUREYRI

Frístundaráð Akureyrarbæjar í samstarfi við ÍBA býður íbúum Akureyrar til stefnumótunarfundar þriðjudaginn 6. júní kl. 17-19 í sal Hömrum í Hofi. Markmið fundarins er að laða fram skoðanir íbúa á þeim þáttum sem skipta mestu máli í íþróttamálum á Akureyri á komandi árum og er fundurinn liður í að móta framtíðarstefnu í málaflokknum.

Allir velkomnir