Sóley Margrét varði Evrópumeistaratitilinn í U18

Sóley Margrét úr KFA
Sóley Margrét úr KFA

Sól­ey Mar­grét Jóns­dótt­ir kom sá og sigraði á Evr­ópu­mót­inu í kraft­lyft­ing­um í Pil­sen í Tékklandi. Ekki aðeins varði hún Evr­ópu­meist­ara­titil sinn í stúlkna­flokki, í +84 kg flokki, held­ur setti hún nýtt Evr­ópu­met.

Sól­ey sem er 16 ára tók gullið í hnébeygju þegar hún lyfti 232,5 kg í hné­beygju í þriðju tilraun, sem er nýtt Evr­ópu­met í stúlkna­flokki 14-18 ára. Gullið fékk hún einnig í bekkpressu þegar hún lyfti 115 kg og í rétt­stöðulyft­unni þegar 200 kg fóru á loft. Þar með lyfti hún sam­tals 547,5 kg, sem er henn­ar besti ár­ang­ur, og varð Evr­ópu­meist­ari annað árið í röð. Sóley setti samanlagt 14 Íslandsmet, 3 Norðurlandamet og 1 Evrópumet á Evrópumeistaramótinu í Pilzen sem er glæsilegur árangur.

Samkvæmt Grétari Skúla formanni KFA er mikil stemning í hópnum í Pilsen en Kara Gautadóttir keppti í gær og stóð sig vel. Karl Anton Löve keppir svo í dag en hann er barnabarn Jóhannes Hjálmarsson og er einn af okkar sterkustu unglingum á Akureyri í dag. Hulda Björk Waage og Viktor Samúelsson eru svo að keppa á fös/laug.

Þeir sem vilja fylgjast með okkar fólki úr KFA á Evrópumótinu í Pilsen geta farið inná FB síðu KFA:  https://www.facebook.com/kfakureyri/