Síðasti dagur til að skila inn starfsskýrslum til ÍSÍ og UMFÍ

Við minnum aðildarfélög okkar á að í dag er síðasti dagur starfsskýsluskila ÍSÍ og UMFÍ. Starfsskýrsluskilin þurfa að innihalda upplýsingar um iðkendur  og félagsmenn á síðasta starfsskýrslutímabili, þ.e. fyrir tímabilið 1. janúar til 31. desember 2023. 

ÍSÍ og UMFÍ hvetja alla til að endurskoða félagaskrár sínar og yfirfara vel svo upplýsingar í nýja kerfinu svo allar upplýsingar verði réttar. Með því verður einfaldara fyrir alla aðila að halda vel utan um félagatalið og uppfæra á milli ára. Ávallt er það á ábyrgð hvers félags að yfirfara félagatal sitt áður en það er lesið inn og staðfesta réttan fjölda við skil.