Starfsmaður samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs verður á Akureyri dagana 1. - 4. september og verður með kynningar í Teríunni í Íþróttahöllinni á Akureyri í tvo daga.
Kynningarnar munu fara fram annars vegar mánudaginn 1. september og hins vegar fimmtudaginn 4.september. Það verða tvær tímasetningar í boði hvorn daginn fyrir sig svo flestir komist og því hægt að velja hvor tímasetningin hentar betur.
Fyrri kynningni er klukkan 17 og hin klukkan 20 báða dagana. Gera má ráð fyrir því að kynningarnar taki um klukkustund hver fyrir sig.
Mánudaginn 1.sept verður „kynning á starfi samskiptaráðgjafa og viðbragðsáætlun íþrótta- og æskulýðsstarfs“. Þessi fyrirlestur er í raun hugsaður fyrir alla þá sem tengjast félaginu að einhverju leiti (þjálfarar, starfsfólk, stjórnir, sjálfboðaliðar og iðkendur). Fyrri kynningin er 17 og seinni 20.
Fimmtudaginn 4.sept verður tekið fyrir „þjálfarar mega setja mörk og viðbrögð við eineltistilburðum“ Þessi kynning/fyrirlestur er eins og nafnið gefur til kynna ætlaður fyrir þjálfara, aðstoðarþjálfara og íþróttastjóra félaga. Fyrri kynningin er 17 og seinni 20.
Það eru allir velkomnir á þessar mikilvægu kynningar og opið öllum þeim að kostnaðarlausu.