Perlað af Krafti með Akureyringum

Akureyringar verða við áskorun Eyjamanna
Kraftur og Akureyringar perla armbönd sunnudaginn 6. maí
Ný armbönd sem eru í íslensku fánalitunum

Sunnudaginn 6. maí milli kl. 13 og 17 verður ÍBA og Kraftur með perluviðburð í Íþróttahöllinni Akureyri og eru allir Akureyringar hvattir til að koma og leggja hönd á plóg.

Nýverið fór Kraftur til Vestmannaeyja og perlaði með Eyjamönnum og ÍBV, þar sem öll eyjan sýndi stuðning í verk og perlaði með Krafti. Samtals voru 1538 armbönd perluð og eftir viðburðinn skoruðu Eyjamenn á Akureyringa og íþróttafélögin þar að ná af þeim perlubikarnum.

Nú er um að gera að taka höndum saman og mæta í Íþróttahöllina á sunnudaginn og perla armbönd til styrktar Krafti. Armböndin eru í íslensku fánalitunum og sýna einnig samstöðu með íslenska fótboltaliðinu á HM. Armböndin eru með áletruninni „Lífið er núna“ og eru auðveld í samsetningu svo að allir geta tekið þátt, börn sem fullorðnir.

Sem stendur er Perlubikarinn í höndum Eyjamanna en nú geta Akureyringar náð honum af þeim en Perlubikarinn hljóta þeir viðburðarhaldarar sem að ná að perla sem flest armbönd.

ÍBA og Kraftur hvetja alla Akureyringa sem og leikmenn og stuðningsmenn allra íþróttafélagana að taka höndum saman og þátt í þessu skemmtilega verkefni. Öll armböndin eru perluð í sjálfboðavinnu og því mikil hugsjón bakvið hvert armband. Allur ágóði af sölu armbandanna rennur til Krafts - stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur og er hægt að kaupa armböndin líka strax á staðnum.

Það verður að sjálfsögðu heitt á könnunni og hlakkar forráðamenn Krafts og ÍBA til að sjá sem flesta í Íþróttahöllinni við Skólastíg, gengið inn suðurmegin.

Hægt er að sjá nánari um viðburðinn og skrá sig á hann hér https://www.facebook.com/events/186449098834691

Allar nánari upplýsingar veita Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts, í síma 866-9600 eða í tölvupósti hulda@kraftur.org og Helgi Rúnar Bragason, framkvæmdastjóri ÍBA, í síma 620-9090 eða í tölvupóst helgi@iba.is