Ný lög um farsæld barna

Á Íslandi hafa ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna tekið gildi. Lögin eiga að sjá til þess að börn og foreldrar hafi greiðan aðgang að þeirri þjónustu sem þau þurfa og að þau fái rétta aðstoð á réttum tíma, frá réttum aðilum. Með því að tengja þjónustuna saman og vinna í sameiningu að farsæld barna verður auðveldara fyrir börn og foreldra að fá aðstoð við hæfi.
Barna- og fjölskyldustofa (BOFS) hefur það víðtæka hlutverk að sinna verkefnum sem tengjast þjónustu í þágu barna á grundvelli ýmissa laga, t.a.m. barnaverndarlaga og laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.
Inná heimasíðu ÍSÍ má finna upplýsingar um nýju lögin en ÍSÍ og við hjá ÍBA hvetjum alla þá sem starfa með börnum, á íþróttavettvangi eða öðrum, til að kynna sér innihald farsældarlaganna og geta nýtt þau ef upp koma tilvik innan þeirra raða sem gefa tilefni til þess.