Lífshlaupið hefst 1. febrúar næstkomandi og stendur yfir til og með 28. febrúar. Skráning er hafin inná heimasíðunni www.lifshlaupid.is
Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að sporna við kyrrsetu og hvetja landsmenn til þess að hreyfa sig meira í sínu daglega lífi.
Hvetjum alla, unga sem aldna, til að taka þátt í þessu flotta verkefni.