Lífsferill íþróttamannsins: Sálin í íþróttunum

Akureyrarbær, Háskólinn á Akureyri, Íþróttabandalag Akureyrar og Íþrótta- og ólympíusamband Íslands bjóða upp á opinn fyrirlestur í Háskólanum á Akureyri fimmtudaginn 2. október milli klukkan 17 og 18.

Fyrirlesturinn ber heitið Lífsferill íþróttamannsins: Sálin í íþróttunum. 

Fyrirlesari verður Daði Rafnsson.

Daði Rafnsson er fagstjóri Afrekssviðs Menntaskólans í Kópavogi, doktorsnemi við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík og ráðgjafi hjá bandaríska íþróttafyrirtækinu Kynisca. Hann fjallar um hversu dýrmæt íþróttafélögin okkar eru, hvernig við finnum sálina í íþróttunum og njótum þess að taka þátt og leggja hart að okkur í gegnum mismunandi skeið á lífsferli íþróttafólks.

Fyrirlesturinn er tilvalinn fyrir þjálfara, kennara, foreldra og stjórnendur íþróttafélaga, sem og íþróttafólk frá 14 ára aldri.

Aðgangur er opinn öllum og ókeypis.