Kjör íþróttamanns Akureyrar

Íþróttamaður Akureyrar fyrir árið 2010 verður útnefndur miðvikudaginn 19. janúar kl. 19.30 í Ketilhúsinu. Við sama tækifæri verður skrifað undir samninga við unga og efnilega íþróttamenn og sömuleiðis verða nokkrir einstaklingar heiðraðir fyrir langt og óþreytandi starf í þágu íþróttahreyfingarinnar á Akureyri.

Aðildarfélög Íþróttabandalags Akureyrar tilnefna íþróttamenn úr sínum röðum til kjörs Íþróttamanns Akureyrar og eru eftirtaldir fimmtán íþróttamenn tilnefndir að þessu sinni:

Atli Sigurjónsson, knattspyrnumaður í Þór
Baldvin Ari Guðlaugsson, hestamaður í Létti
Birna Baldursdóttir, blakkona í KA
Bjarki Sigurðsson, akstursíþróttamaður í KKA akstursíþróttafélagi
Bryndís Rún Hansen, sundkona í Sundfélaginu Óðni
Finnur Steingrímsson, skotmaður í Skotfélagi Akureyrar
Heiða Hansdóttir, fimleikakona í Fimleikafélagi Akureyrar
Ivalu Birna Falck-Petersen, badmintonkona í Tennis- og badmintonfélagi Akureyrar
Íris Guðmundsdóttir, skíðakona í Skíðafélagi Akureyrar
Jón Benedikt Gíslason, íshokkímaður í Skautafélagi Akureyrar
Oddur Gretarsson, handknattleiksmaður í Akureyri handboltafélagi
Rannveig Oddsdóttir, langhlaupari í Ungmennafélagi Akureyrar
Sigurður Seán Sigurðsson, siglingamaður í Siglingaklúbbnum Nökkva
Stefán Bjarnhéðinsson, akstursíþróttamaður í Bílaklúbbi Akureyrar
Örvar Samúelsson, kylfingur í Golfklúbbi Akureyrar