Íþróttahátíð Akureyrar

Alex og Sandra María voru íþróttamenn ársins 2024 - þau eru einnig tilnefnd fyrir árið 2025
Mynd: S…
Alex og Sandra María voru íþróttamenn ársins 2024 - þau eru einnig tilnefnd fyrir árið 2025
Mynd: Skapti Hallgrímsson

Íþróttahátíð Akureyrar

Íþróttabandalag Akureyrar og Akureyrarbær bjóða bæjarbúum til athafnar í Hofi fimmtudaginn 29. janúar kl. 17.30 þar sem kjöri íþróttakonu og íþróttakarls Akureyrar fyrir árið 2025 verður meðal annars lýst.

Verður þetta í 47. sinn sem Íþróttamaður Akureyrar er heiðraður og í tíunda sinn þar sem bæði íþróttakona- og íþróttakarl Akureyrar eru valin og heiðruð.

Dagskrá hátíðar

  • Hátíðin sett af formanni ÍBA
  • Ávarp formanns Fræðslu- og lýðheilsuráðs
  • Kynning á Íslandsmeisturum 2025
  • Kynning á heiðursviðurkenningum Fræðslu- og lýðheilsuráðs
  • Styrkveiting úr Afrekssjóði Akureyrar
  • Kynning á tilnefningum tíu efstu til Íþróttafólks Akureyrar 2025
  • Kjöri íþróttkarls- og íþróttakonu Akureyrar 2025 lýst

Athöfnin er opin öllum. Húsið opnar klukkan 17 en athöfnin sjálf hefst kl. 17:30.

Tíu efstu tilnefningar til íþróttakonu Akureyrar 2025 í stafrófsröð

  • Andrea Ýr Ásmundsdóttir – GA - golf
  • Bergrós Ásta Guðmundsdóttir - KA/Þór – handbolti
  • Drífa Hrund Ríkharðsdóttir – KA - lyftingar
  • Emma Karólína Snæbjarnardóttir – Þór - körfubolti
  • Hafdís Sigurðardóttir - HFA - hjólreiðar
  • Hulda Björg Hannesdóttir Þór/KA - knattspyrna
  • Julia Bonet Careras – KA - blak
  • Sandra María Jessen – Þór /KA - knattspyrna
  • Stefanía Daney Guðmundsdóttir - UFA – frjálsar íþróttir
  • Sædís Heba Guðmundsdóttir – SA - listhlaup á skautum

Tíu efstu tilnefningar til íþróttakarls Akureyrar 2025 í stafrófsröð

  • Alex Cambray Orrason – KA - kraftlyftingar
  • Baldvin Þór Magnússon - UFA - hlaup
  • Bjarni Ófeigur Valdimarsson - KA - handbolti
  • Einar Árni Gíslason – SKA - gönguskíði
  • Hallgrímur Mar Steingrímsson – KA - knattspyrna
  • Sigfús Fannar Gunnarsson – Þór - knattspyrna
  • Sólon Sverrisson – KA - fimleikar
  • Unnar Hafberg Rúnarsson – SA - íshokkí
  • Veigar Heiðarsson – GA - golf
  • Þorbergur Ingi Jónsson – UFA – hlaup

Hátíðin er opin öllum en verður einnig streymt. Linkur kemur á heimasíðuna á næstu dögum.

Hlökkum til að sjá sem flesta og hvetjum aðildarfélög til að fella niður æfingar og auglýsa viðburðinn á Abler og víðar.