Íslandsleikarnir um helgina á Akureyri - hvetjum sem flesta til að mæta

Um helgina fara fram svokallaðir Íslandsleikar í körfubolta og knattspyrnu á Íþróttahöllinni á Akureyri þar sem fjölmargir iðkendur munu takast á við sína fyrstu keppnisferð, sitt fyrsta mót á ferlinum og sitt fyrsta íþróttaferðalag!

Iðkendur úr röðum fatlaðra barna frá Haukum í Hafnarfirði og Stjörnunni/Ösp í Garðabæ leggja land undir fót á morgun, föstudag, og munu yfir helgina keppa við og æfa með iðkendum í körfubolta og fótbolta frá KA og Þór. Allir krakkar eru velkomnir á æfingarnar.

Samkvæmt nýjustu tölum eru aðeins um 4% fatlaðra barna í landinu að stunda skipulagða hreyfingu innan íþróttahreyfingarinnar og því ætlum við öll saman svo sannarlega að breyta. Takið helgina frá og verið velkomin á Akureyri þar sem íþróttaandinn ræður ríkjum. 

Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta og hafa gaman.

Forsetinn okkar mætir á svæðið á laugardaginn