Íþróttir fyrir öll - Hinsegin dagar á Norðurlandi Eystra 18. - 22. júní 2025

Í dag hefjast Hinsegin dagar á Norðurlandi eystra sem standa yfir til sunnudagsins 22. júní, sjá nánar hér: https://www.hinseginhatid.is

Líkt og fram kemur á heimasíðu hátíðarinnar eru einstaklingar, félög og fyrirtæki hvött til þess að taka þátt í þessari hátíð með því að flagga regnbogafánum og jafnvel standa fyrir viðburði í tengslum við hátíðina.

Íþróttahéröðin á Norðurlandi eystra – HSÞ, ÍBA, UÍF og UMSE - í samstarfi við Svæðisstöðvar íþróttahéraða á Norðurlandi Eystra og UMFÍ hafa útdeilt Progress fánanum til íþróttamannvirkja á svæðinu ásamt kynningarefni sem útskýrir merkingu fánans sem jafnframt má sjá hér til hliðar.

Við hjá ÍBA hvetjum aðildarfélög og samstarfsaðila til að taka þátt, flagga fánanum og sýna þannig stuðning við fjölbreytileika og jafnrétti í okkar samfélagi.

Við erum öll í sama liði