Hátt í 80 sóttu 63. Ársþing ÍBA

Geir Kristinn formaður ÍBA
Geir Kristinn formaður ÍBA

63. Ársþing ÍBA var haldið 25. apríl sl. 16 aðildarfélög af 22 áttu fulltrúa á þinginu og voru fulltrúarnir alls 54 af 106 mögulegum. Þingforseti var Hulda Sif Hermannsdóttir, aðstoðarmaður bæjarstjóra Akureyrar og þingritari var Páll Jóhannesson, ritari aðalstjórnar Þórs. Tveir fræðslufyrirlestrar sem tengdust jafnréttismálum og #Metoo umræðunni voru fluttir á þinginu, annars vegar fyrirlesturinn „Karlmenn í nýjum heimi“ sem fluttur var af Magnúsi Orra Schram hjá UN-Women og hins vegar „Mín hlið“ sem fluttur var Önnu Soffíu Víkingsdóttur landsliðsþjálfara kvenna í júdó. Þrjár nefndir störfuðu á þinginu, Allsherjarnefnd, laganefnd og fjárhagsnefnd. Góðar umræður áttu sér stað í þingnefndunum enda linur nýrrar íþróttastefnu Akureyrarbæjar á brennidepli margra innan ÍBA. Allsherjarnefnd ræddi um aðgerðaráætlun í tengslum við nýju íþróttastefnuna þar sem m.a. var komið inn á siðareglur ÍBA, laganefnd tók fyrir síðbúnar lagabreytingatillögu stjórnar ÍBA og fjárlaganefnd tók fyrir fjárhagsáætlun ÍBA til næstu tveggja ára. Geir Kristinn Aðalsteinsson var kjörinn til áframhaldandi setu sem formaður ÍBA, Ómar Kristinsson kom inní stjórn í stað Sonju Sif Jóhannesdóttur sem gaf ekki kost á sér til áframsetu. Hnefaleikafélag Akureyrar var samþykkt sem nýtt félag innan ÍBA og samþykkt að vísa Tennis- og badmintonfélagi Akureyrar úr ÍBA en er nú starfrækt sem sérdeild undir KA.

Fundargerð ársþingsins kemur inn hér um leið og hún verður tilbúin.

Hulda Sif þingforseti

Anna Soffía júdókona

Magnús Orri