Haraldur Sigurðsson heiðursfélagi ÍBA er látinn

Haraldur Sigurðsson
Haraldur Sigurðsson

Haraldur Sigurðsson, heiðursfélagi ÍBA, KA, FRÍ og ÍSÍ er látinn 93 ára að aldri. Haraldur, oftast kallaður Lalli Sig, var ævinlega mikils metinn í íþróttalífi Akureyrar og gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum og vann óþreytandi starf að framgangi frjálsra íþrótta á Akureyri.

Lalli var gerður að heiðursfélaga ÍBA árið 2015 á 90 ára afmæli sínu og leit Lalli ekki út fyrir að vera deginum eldri en sjötugur.

ÍBA sendir ekkju Haraldar, Elísabetu Kemp, og fjölskyldu dýpstu samúðarkveðjur.