Ráðherra íþróttamála, Ásmundur Einar Daðason, verður á Akureyri miðvikudaginn 14. febrúar og langar að nota tækifærið og heyra hljóðið í íþróttahreyfingunni á Akureyri þótt fyrirvarinn sé stuttur.
Fundurinn verður haldinn í Teríunni í Íþróttahöllinni klukkan 16 þar sem meðal annars verður rætt um afreksstefnu, Íþróttir fyrir alla og Íþróttafélagann sem er tilraunaverkefni á Akureyri.
Allir velkomnir