Bryndís Rún og Viktor íþróttamenn ársins

Hópur þeirra tilnefndu
Hópur þeirra tilnefndu

Kraftlyftingamaðurinn Viktor Samúelsson úr KFA er íþróttakarl Akureyrar árið 2016 og sundkonan Bryndís Rún Hansen úr Óðni er íþróttakona Akureyrar 2016. Í öðru sæti voru þau Tryggvi Snær Hlinason, körfuknattleiksmaður úr Þór og Hafdís Sigurðardóttir, frjálsíþróttakona úr UFA. Í þriðja sæti voru Valþór Ingi Karlson, blakari úr KA og María Guðmundsdóttir, skíðakona úr SKA.

Kjöri íþróttamanns Akureyrar var lýst í verðlaunahófi á vegum Íþróttabandalags Akureyrar og Frístundaráðs Akureyrarbæjar sem fram fór í Menningarhúsinu Hofi fyrr í dag. 16 aðildarfélög tilnefndu alls 30 íþróttamenn úr sínum röðum. Þess má geta að þetta er í fyrsta sinn sem krýnd eru bæði íþróttakarl og íþróttakona, en sú tímabæra breyting var ákveðin á ársþingi ÍBA síðastliðið vor. Viktor vann titilinn í annað sinn en Bryndís hlaut þennan sæmdartitil í fjórða sinn í dag.

Viktor á langan afreksferil að baki þó hann sé ungur að árum. Hann hefur slegið 211 íslandsmet á ferlinum og 34 standa enn. Hann hefur einning slegið 7 norðurlandamet og á 5 sem standa enn. Hann sigraði öll íslandsmeistaramót ársins á stigum.

Besti árangur 2016 er 357 kg í hnébeygju, 315 kg í bekkpressu og 322,5 kg í réttstöðulyftu

Helstu afrek ársins er gullverðlaun á EM U23 í bekkpressu og silfur á HM U23 í bekkpressu. Hann er áttundi á heimslistanum í sínum þyngdarflokki.

Bryndís hefur undanfarin ár verið í hópi sterkustu sundkvenna landsins. Hún er margfaldur Íslandsmeistari í skriðsundi og flugsundi.

Árið 2016 hefur verið Bryndísi gjöfult. Hún setti nokkur íslandsmet,náði B-lágmörkum fyrir Ólympíuleikana í Ríó. Komst í undanúrslit á EM í London og bætti íslandsmetið sitt í 50 m flugsundi. Á heimsmeistaramótinu í Kanada setti hún tvö íslandsmet og náði inn í undanúrslit á stórbættu íslandsmeti í 50 m flugsundi.

Þetta er í 38. sinn sem íþróttamaður Akureyrar er kjörinn, en það var fyrst gert árið 1979. Alls hafa 21 einstaklingur nú hlotið þetta sæmdarheiti, oftast allra júdókappinn Vernharð Þorleifsson, sjö sinnum.

Heiðursviðurkenning og styrkir vegna landsliðsfólks og Íslandsmeistara

Við sömu athöfn veitti Frístundaráð Akureyrar þremur einstaklingum heiðursviðurkenningar fyrir vel unnin störf í þágu íþrótta á Akureyri.

Aðalheiður Gísladóttir fékk viðurkenninguna fyrir Íþróttafélagið Eik þar sem hún hefur komið að íþróttastarfi fyrir þroskahefta um áratuga bil bæði í stjórn félagsins og sem þjálfari.

Áslaug Kristjánsdóttir fékk viðurkenningu fyrir áratuga starf í þágu Hestamannafélagsins Léttis og ÍBA.

Magnús Ingólfsson fékk einnig heiðursviðurkenningu, en Magnús var einn af brautryðjendum uppbyggingar í Hlíðarfjalli og starfaði mikið fyrir Skíðaráð Akureyrar, kom að byggingu KA heimilisins og hefur líka sinnt miklu og óeigingjörnu starfi í þágu Golfklúbbs Akureyrar.

Þá fengu forsvarsmenn íþróttafélaga á Akureyri afhenta styrki og viðurkenningar vegna Íslandsmeistara og landsliðsfólks úr þeirra röðum á árinu 2015. Íslandsmeistarar úr akureyrskum íþróttafélögum töldust 303 og 101 einstaklingar tóku þátt í landsliðsverkefnum á árinu.

Tilnefningar aðildarfélaga ÍBA 2016


Akureyri handboltafélag                Kristján Orri Jóhannsson
Bílaklúbbur Akureyrar                   Birgir Þór Kristinsson
Bílaklúbbur Akureyrar                   Halldóra Ólafsdóttir
Fimleikafélag Akureyrar                Embla Dögg Sævarsdóttir
Fimleikafélag Akureyrar                Ögri Harðarsson
Fimleikafélag Akureyrar                Guðmundur Kári Þorgrímsson
Golfklúbbur Akureyrar                  Tumi Hrafn Kúld
Golfklúbbur Akureyrar                   Andrea Ýr Ásmundsdóttir
Hamrarnir                                     Andrea Dögg Kjartansdóttir
Hestamannafélagið Léttir               Viðar Bragason
Íþróttafélagið Draupnir                  Alexander Heiðarsson
Íþróttafélagið Þór                         Tryggvi Snær Hlinason
Íþróttafélagið Þór                          Gunnar Örvar Stefánsson
Íþróttafélagið Þór                          Sandra Stephany Mayor Gutierrez
Íþróttafélagið Þór                          Unnur Lára Ásgeirsdóttir
KKA                                             Einar Sigurðsson
Knattspyrnufélag Akureyrar           Valþór Ingi Karlsson
Knattspyrnufélag Akureyrar           Guðmann Þórisson
Knattspyrnufélag Akureyrar            Martha Hermannsdóttir
Kraftlyftingafélag Akureyrar           Viktor Samúelsson
Kraftlyftingafélag Akureyrar            Björk Óðinsdóttir
Skautafélag Akureyrar                    Emilía Rós Ómarsdóttir
Skautafélag Akureyrar                    Andri Már Mikaelsson
Skíðafélag Akureyrar                      Brynjar Leó Kristinsson
Skíðafélag Akureyrar                      María Guðmundsdóttir
Skotfélag Akureyrar                       Grétar Mar Axelsson
Sundfélagið Óðinn                          Bryndís Rún Hansen
Sundfélagi Óðinn                            Snævar Atli Halldórsson
Ungmennafélag Akureyrar               Gunnar Eyjólfsson
Ungmennafélag Akureyrar               Hafdís Sigurðardóttir

 

Íþróttamenn Akureyrar 1979-2016

1979          Gunnar Gíslason, handbolti, fótbolti
1980          Haraldur Ólafsson, lyftingar
1981          Haraldur Ólafsson, lyftingar
1982          Nanna Leifsdóttir, skíði
1983          Nanna Leifsdóttir, skíði
1984          Halldór Ómar Áskelsson, fótbolti
1985          Guðrún H. Kristjánsdóttir, skíði
1986          Freyr Gauti Sigmundsson, júdó
1987          Halldór Ómar Áskelsson, fótbolti
1988          Guðrún H. Kristjánsdóttir, skíði
1989          Þorvaldur Örlygsson, fótbolti
1990          Valdimar Valdemarsson, júdó
1991          Rut Sverrisdóttir, sund
1992          Freyr Gauti Sigmundsson, júdó
1993          Vernharð Þorleifsson, júdó
1994          Vernharð Þorleifsson, júdó
1995          Vernharð Þorleifsson, júdó
1996          Vernharð Þorleifsson, júdó
1997          Ómar Halldórsson, golf
1998          Vernharð Þorleifsson, júdó
1999          Vernharð Þorleifsson, júdó
2000          Ingvar Karl Hermannsson, golf
2001          Vernharð Þorleifsson, júdó
2002          Dagný Linda Kristjánsdóttir, skíði
2003          Andreas Stelmokas, handbolti
2004          Rut Sigurðardóttir, Tae Kwon Do
2005          Guðlaugur Már Halldórsson, akstursíþr.
2006          Dagný Linda Kristjánsdóttir, skíði
2007          Dagný Linda Kristjánsdóttir, skíði
2008          Rakel Hönnudóttir, fótbolti
2009          Bryndís Rún Hansen, sund
2010          Bryndís Rún Hansen, sund
2011          Bryndís Rún Hansen, sund
2012          Arna Sif Ásgrímsdóttir, fótbolti
2013          Hafdís Sigurðardóttir, frjálsar íþróttir
2014          Hafdís Sigurðardóttir, frjálsar íþróttir
2015          Viktor Samúelsson, kraftlyftingar

2016          Viktor Samúelsson, kraftlyftingar

2016          Bryndís Rún Hansen, sund