Ársþing ÍBA

63. Ársþing ÍBA verður haldið í Íþróttahöll Akureyrar þann 25. apríl nk., kl. 17:30.

Dagskrá ársþingsins er með hefðbundnu sniði ásamt tveimur áhugaverðum fyrirlestrum í MeToo umræðuna frá þeim Magnúsi Orra Schram, stjórnarmanni UN Women og Önnu Soffíu Víkingsdóttur, júdókonu ársins 2017 frá Júdósambandi Íslands.

Undir sjötta lið dagskrár mun svo stjórn ÍBA óska eftir að ræða þrjú mál. Í fyrsta lagi hvort halda skuli ársþing bandalagsins árlega en ekki annað hvert ár líkt og lög ÍBA kveða á um. Í öðru lagi málefni tengd MeToo og mótun siðaregla bandalagsins sem aðildarfélög geta nýtt sér í sínu starfi og að lokum hvort þörf sé á að gera aðgerðaráætlun í framhaldi af nýrri íþróttastefnu Akureyrarbæjar og ÍBA til að koma stefnunni í framkvæmd með árangursríkum hætti.  Sem dæmi þarf að ræða hvernig við stuðlum að færri, stærri og faglegri íþróttafélögum og þá þarf að forgangsraða uppbyggingu íþróttamannvirkja og ekki síst að ákveða framtíðarstaðsetningar nýrra mannvirkja. Nú hafa sem dæmi bæði Þór og KA kynnt framtíðarsýn sinna svæða og gera bæði félög ráð fyrir mikilli uppbyggingu mannvirkja á sínum svæðum fyrir hinar ýmsu íþróttagreinar.

Stjórn mun svo leggja til að undir 10. lið dagskrá verði komið á fót nefndum sem fjalla annars vegar um mótun siðaregla og hins vegar um mótun aðgerðaráætlunar.

Dagskrá 63. Ársþing ÍBA

Árskýrsla ÍBA 2016-2017