Allt íþróttastarf innan ÍBA fellur tímabundið niður

Akureyrarbær og aðildarfélög ÍBA fara að tilmælum stjórnvalda, sóttvarnalæknis, ÍSÍ og UMFÍ. Öll íþróttamannvirki bæjarins, að frátöldum sundlaugum, verða lokuð á meðan samkomubann er í gildi til 13. apríl nk.

ÍSÍ og UMFÍ hafa sent út afgerandi tilmæli sem tíunduð eru í neðangreindri fréttatilkynning að allt íþróttastarf falli tímabundið niður í landinu á meðan samkomubann er í gildi.

FRÉTTATILKYNNING ÍSÍ OG UMFÍ

Það eru einlæg tilmæli frá Akureyrarbæ og ÍBA að íþróttahreyfingin á Akureyri fylgi fyrirmælum Heilbrigðisráðuneytisins, Mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands og Ungmennafélagi Íslands og felli niður allt íþróttastarf tímabundið niður.
Í kjölfar tilkynningar ÍSÍ og UMFÍ hefur Akureyrarbær ákveðið að loka sínum íþróttamannvirkjum.

Nýjar hindranir kalla á nýjar lausnir og ÍBA leggur áherslu á mikilvægi þess að bæjarbúar haldi áfram að hreyfa sig þrátt fyrir að skipulagt íþróttastarf sé ekki til staðar. Þá er mikilvægt að félögin haldi áfram að þjónusta sína iðkendur með þeim hætti sem mögulegt er, með fjar- og heimaæfingum og hvetji jafnframt alla til hvers konar útivistar og hreyfingar sem rúmast innan þeirra takmarka sem eru í gildi.