Allir með íþróttaæfingar á Norðurlandi Eystra - fyrsta æfing á Húsavík 15. nóvember

Íþróttahéruðin fjögur á Norðurlandi eystra – HSÞ, ÍBA, UÍF og UMSE standa fyrir Allir með íþróttaæfingum í vetur í samstarfi við svæðisfulltrúa Íþróttahéraða á svæðinu. 

Fyrsta æfingin verður haldin á Húsavík 15. nóvember kl. 14:30–15:30 og síðasta æfingin verður síðan á Akureyri 21. mars.

Dagsetningar fyrir æfingar á svæðum UMSE og UÍF verða auglýstar á Facebooksíðu verkefnisins þegar dagsetning liggur fyrir.

Allir með æfingaranar eru hugsaðar fyrir börn á grunnskólaaldri með stuðningsþarfir eða aðrar áskoranir, en öll börn eru velkomin – þátttaka er ekki bundin við greiningu. Hún hentar sérstaklega þeim sem kjósa minni hópa, þurfa meiri stuðning eða hafa ekki fundið sig í hefðbundnu íþróttastarfi.

Markmiðið er jákvæð og styrkjandi upplifun fyrir hvert barn – með gleði, leik og samveru í fyrirrúmi.

⭐ Lukkudýr Allir með tekur þátt í æfingunni og boðið verður upp á hressingu.
✅ Engin skráning – bara mæta!
👨‍👩‍👧 Allir í fjölskyldunni velkomnir.

Facebook síðu verkefnisins má finna hér

Allir með æfingin á Húsavík - viðburðurinn á Facebook má finna hér

Frekari upplýsingar veita svæðisfulltrúar íþróttahéraða á Norðurlandi Eystra þau Þóra Pétursdóttir, thora@siu.is og Kristján Sturluson kristjan@siu.is.