ÍBA - Íþróttabandalag Akureyrar

ÍBA - Íþróttabandalag Akureyrar

ÍBA - Íþróttabandalag Akureyrar

Hvað er títt

Fréttir héðan og þaðan

 • Ráslisti - Valmenn, Fjórgangur 2.júní. - uppfært

  Hér er ráslistinn fyrir Valmenn, Fjórgangur 2.júní. Dagskráin kemur inn annað kvöld.  Ráslistinn er birtur með fyrirvara um leiðréttingar og afskráningar.  Ráslistinn uppfærður 31.05.2020. / 13:15 RÁSLISTI
  30.05.2020
  Léttir
  Lesa
 • Söguupprifjun 22 ár aftur í tímann

  Reiðbrú á Eyjafjarðará  vígð fyrir 22 árum.  Í tilefni þess að nú hillir undir að ný göngu- og reiðbrú á Eyjafjarðará verði tekin í notkun eftir nokkra daga,  er gaman að rifja upp að þetta er ekki fyrsta brúin sem við hestamenn berjumst fyrir að sé byggð á þessa fallegu á sem Eyjafjarðaráin er. En svona var þetta: Vorið 1998 í lokaaðdraganda undirbúnings fyrir landsmót hestamanna sem haldið var á Melgerðismelum þá var byggð að ósk okkar hestamanna nú reiðbrú gengt Melgerðismelum. Sú brú átti að vera tenging reiðvegar frá Akureyri og alla leið á austurbakka Eyjafjarðarár frá Akureyri  og var algjör forsenda fyrir reiðvegalagningunni og hugmyndin var að allri hestaumferð á landsmótið yrði stýrt einmitt á þessa brú. Svo löng saga sé stytt þá gerist sú ömurlega gjörð að einn landeigandi á allri leiðinni, Akureyri - Melgerðismelar meinaði umferð ríðandi manna um land sitt  og nú 22 árum seinna er enn sú staða uppi jafn ömurleg sem hún er. Nóg er búið að rita um þá sorgarsögu alla svo hér verður látið staðar numið... að sinni. Hinsvegar kom þessi nýja reiðbrú að gríðarlega góðum notum einmitt á landsmótinu,  því eins og þeir sem muna skall á okkur hitasótt í hestum í aðdraganda Landsmótsins sem varð þess valdandi að það þurfti að búa til nokkur sóttvarnarhólf  fyrir hross sem komu af sýktum og eða ósýktum svæðum landsins til landsmótsins og þar kom þessi nýja glæsilega reiðbrú svo sannarlega að góðum notum.  Nú um þessar myndir, í lok maí eru nákvæmlega 22 ár síðan þessi brú var vígð með mikilli viðhöfn og sú stund var einkar hátíðleg. Það var mikill stuðningsmaður okkar hestamanna í aðdraganda þessa landsmóts sem fékk þann mikla heiður að ríða fyrstur yfir þessa brú. Halldór nokkur Blöndal sem þá var Samgönguráðherra reið fyrstur yfir Eyjafjarðarbrúna nýju á stóðhestinum Garði 1031 frá Litla Garði og fór fallega hjá ráðherranum. Á eftir honum kom annar ráðherra, þáverandi ríkisstjórnar Íslands sem studdi okkur dável einnig,  sá er  Guðmundur Bjarnason þáverandi Landbúnaðaráðherra og hann var ekki síður vel ríðandi á hestagullinu Sabínu frá Grund sem er öllum ógleymanleg. Svo komu þar á eftir með Íslenska fánann öldungurinn og heiðursmaðurinn Magni Kjartansson hrossaræktandi í Árgerði. Jón Ólafur Sigfússon formaður framkvæmdanefndar Landsmótsins  kom þar á eftir einnig með Íslenska fánann í hönd sinni. Þá var mættur Jakob nokkur Björnsson þáverandi bæjarstjóri á Akureyri en Akureyrarbær studdi með miklum myndaskap uppbyggingu Melgerðismela fyrir Landsmótið. Næstur á eftir Jakobi reið Pétur Þór Jónasson þáverandi sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar sem einnig kom með miklu myndarskap að stuðningi við uppbygginguna. Á eftir þessum miklu höfðingjum komu svo þáverandi formenn Léttis og Funa með félagsfána sinna félaga  þeir Sigfús Ólafur Helgason formaður Léttis og Ármann Ólafsson formaður Funa.  Þetta var mjög svo hátíðleg stund og ekki tók við minni hátíðleiki þegar hersinginn sem hafði vígt formlega brúna kom ríðandi að stóðhestahúsinu á Melgerðismelum og þegar Guðmundur Bjarnason var beiðin  að opna formlega stóðhestahúsið sem einnig var forlega tekið í notkun þessa fallegu kvöldstund eftir gangerar breytingar, Þá hóf upp rausn sína Karlakór Eyjafjarðar sem staddur var inn í stóðhestahúsinu og það hljómaði fagur söngur um fagra  fjallasali Eyjafjarðar þetta maíkvöld fyrir 22 árum síðan. Svo var slegið upp veilsu í veitingaskálanum á Melgerðismelum á eftir að hætti hestamanna. Ógleymanleg stund fyrir okkur hestamenn.  Þetta er gaman að rifja upp nú þegar við hestamenn erum byrjaðir að undirbúa vígsluna á nýju brúnni á Eyjafjarðará. Hverjir skyldu nú fá þann heiður að ríða fyrst yfir þessa brú? Það kemur í ljós en við lofum að það verður hátíðleiki daginn þann. Hér fyrir neðan eru myndir sem teknar voru fyrir nákveæmlega 22 árum síðan á Melgerðismelum.       Hér fer Halldór Blöndal Samgönguráðherra fyrstur yfir nýju brúna í lok maí 1998 og ríður gæðingnum og stóðhestinum Garði frá Litla Garði. Guðmundur Bjarnason Landbúnaðarráðherra kemur á hestagullinu Sabínu frá Grund  á eftir.     Höfðinginn MAgni heitinn Kjartansson fer fyrstur hestamanna yfir brúna með Íslenska fánann í hönd sem og Jón Ólafur Sigfússon formaður framkvæmdanefndar Landsmótsins.      Þáverandi formaður Léttis Sigfús Helgason prúðbúinn á þessari hátíðarstund við stóðhestahúsið ásamt Jóni Ólafi.  JAbob J-Björnsson þáverandi bæjarstjóri á Akureyri.  Hér er hersinginn öll sem nafngreynd hefur verið hér í fréttinni.  Guðmundur Bjaarnason stígur fyrstu sporin yfir þröskuldinn á nýendurbættu stóðhestahúsninu og Sabína kemur á eftir. Ólafur Svansson ætlar að mynda.  Guðlaug Reynisdóttir stendur prúðbúin í fallega félagsbúningi okkar Léttismanna  Ráðherrarnir  komnir í hús   Og svo hófst fagur söngur. Karlakór Eyjafjarðar undir stjórn Atla Guðlaugssonar lét óma um eyfirska fjallasali þetta ógleymanlega hátíðarkvöld í maí 1998.  Magni Kjartansson held ég bara tekur undir.
  30.05.2020
  Léttir
  Lesa
 • Myndaveisla frá sigri KA á Fylki

  KA vann góðan 1-0 sigur á Fylki í æfingaleik á Greifavellinum í dag þar sem Brynjar Ingi Bjarnason gerði eina mark leiksins eftir langt innkast Mikkel Qvist. FyFylkismenn reyndu hvað þeir gátu að slá boltann úr markinu en inn fór boltinn. Egill Bjarni Friðjónsson var með myndavélina á leiknum og býður hér upp á myndaveislu frá hasarnum
  30.05.2020
  Knattspyrnufélag Akureyrar
  Lesa
 • Það er rífandi gangur á brúarframkvæmdum.

  Brú á Eyjafjarðará. Það gengur skafið við byggingu nýju reið og göngu  brúarinnar og heimasíða Léttis er eins og grá köttur á svæðinu með myndavélina og hér sjáum við handriðin komin upp á bitana. Þetta lítur einkar vel út og við hestamenn eigum og megum þakka okkur þessa framkvæmd.        
  30.05.2020
  Léttir
  Lesa

ÍBA fréttir

Styrktaraðilar