Olísdeild karla í handboltanum fer loksins aftur af stað með alvöru landsbyggðarslag í KA-Heimilinu á laugardaginn þegar strákarnir okkar taka á móti Herði í fyrsta leiknum í tæpa tvo mánuði og við ætlum okkur mikilvægan sigur með ykkar stuðning
Margrét Magnúsdóttir, þjálfari U19 landsliðs kvenna, hefur valið 20 leikmenn fyrir æfingamót í Portúgal sem liðið tekur þátt í síðar í mánuðinum. Þeirra á meðal eru Ísfold Marý Sigtryggsdóttir og Jakobína Hjörvarsdóttir frá Þór/KA.
Nökkvi Þeyr og Hafdís eru íþróttafólk Akureyrar 2022
Knattspyrnumaðurinn Nökkvi Þeyr Þórisson úr KA er íþróttakarl Akureyrar árið 2022 og hjólreiðakonan Hafdís Sigurðardóttir úr HFA er íþróttakona Akureyrar 2022.
Íþróttabandalag Akureyrar og Akureyrarbær bjóða bæjarbúum til athafnar í Hofi þriðjudaginn 24. janúar nk. kl. 17.30 þar sem lýst verður kjöri íþróttakonu og íþróttakarls Akureyrar.
Stjórn ÍBA ákvað á fundi þann 4. apríl 2022 að gera þá Þröst Guðjónsson og Hauk Guðjón Valtýsson að heiðursfélögum ÍBA. Þröstur var fjarverandi á síðasta ársþingi ÍBA þegar Haukur
var heiðraður og var því ánægjulegt að fá að heiðra Þröst á formannafundi sem var haldinn á Greifanum síðastliðinn fimmtudag 5. janúar.