ÍBA - Íþróttabandalag Akureyrar

ÍBA - Íþróttabandalag Akureyrar

ÍBA - Íþróttabandalag Akureyrar

Hvað er títt

Fréttir héðan og þaðan

 • Körfubolti: Hetjuleg barátta dugði ekki til sigurs

  Stelpurnar okkar í körfuboltanum láta mótlæti ekki á sig fá og þrátt fyrir meiðslavandræði eftir síðasta leik áttu þær flottan leik á útivelli gegn Stjörnunni í kvöld. Aðeins vantaði örlítið upp á í lok leiks og niðurstaðan sex stiga sigur Stjörnunnar í hnífjöfnum leik.
  28.11.2023
  Íþróttafélagið Þór
  Lesa
 • Knattspyra yngri flokkar: Macron mátunardagur í Hamri

  Mátunardagur verður fyrir iðkendur í yngri flokkum knattspyrnudeildar Þórs í Hamri miðvikudaginn 29. nóvember kl. 15-17. Macron er með afsláttardaga á fatnaði í vefversluninni á macron.is fyrir Þór og Þór/KA til 1. desember.
  28.11.2023
  Íþróttafélagið Þór
  Lesa
 • Haustmót 1 og 2 í Hópfimleikum

  Mikið hefur verið um að vera hjá Hópfimleikadeild félagsins. FIMAK sendi frá sér lið á Haustmót 1 helgina 18.nóv þar sem 4.flokkur kvenna kepptu í hófimleikum, þær gerðu gott mót og stóðu sig frábærlega vel. Einnig átti FIMAK 3 lið um sl.helgi á Haustmóti 2 sem haldið var á Selfossi þar sem 3.flokkur og 2.flokkur kepptu í Hópfimleikum. Allar stóðu þær sig frábærleg, miklar framfarir og bætingar hjá liðunum sem enduðu í 6.sæti,12.sæti og 16.sæti. Við erum ákaflega stolt af iðkendum okkar og þjálfurum sem hafa unnið vel í haust og verður gaman að fylgjast með þessum hópum á mótunum eftir áramót!
  28.11.2023
  Fimleikafélag Akureyrar
  Lesa
 • Föstudagsframsagan | Halldór Stefán og grísasnitzel í raspi

  Í hádeginu á föstudaginn, 1. desember, verður fyrsta af mörgum föstudagsframsögum í vetur í KA-heimilinu. Á stokk mun stíga Halldór Stefán Haraldsson, þjálfari meistaraflokks KA í handbolta, þar sem hann mun kynna sig og starf sitt með KA-liðið það sem af er vetri. Í matinn verður Grísastnitzel í raspi, kartöflur, sósa og meðlæti. Eitthvað sem allir elska! Verði verður stillt í algjört hóf en það kostar 1990kr með drykk!
  28.11.2023
  Knattspyrnufélag Akureyrar
  Lesa

ÍBA fréttir

Styrktaraðilar