Rífandi stemning í Akureyrarhlaupi Mizuno og atNorth
Það var gríðargóð stemning í Akureyrarhlaupi Mizuono og atNorth sem fór fram í gærkvöldi í blíðskaparveðri. 240 hlauparar mættu til leiks og var gaman að sjá fjölbreytnina í hópnum. Margir af okkar sterkustu götuhlaupurum voru mættir til leiks, en líka nýliðar í íþróttinni, börn í fylgd með foreldrum og fullbúnir lögreglu- og slökkviliðsmenn. Yngstu þátttakendurnir voru 12 ára og sá elsti 78 ára og vill svo skemmtilega til að þeir hlupu 5 km á svipuðum tíma eða í kringum 30 mínútur.
04.07.2025
UFA