ÍBA - Íþróttabandalag Akureyrar

ÍBA - Íþróttabandalag Akureyrar

ÍBA - Íþróttabandalag Akureyrar

Hvað er títt

Fréttir héðan og þaðan

 • Unnar Rúnarsson snýr aftur í SA

  SA Víkingum hefur borist mikill liðstyrkur en sóknarmaðurinn öflugi Unnar Rúnarsson hefur snúið aftur til SA en hann hefur spilað með Sollentuna U20 í Svíþjóð í vetur. Unnar hefur spilað í Svíþjóð síðustu fjögur tímabil en spilaði svo 12 leiki með SA Víkingum síðasta vetur áður en hann snéri aftur til Svíþjóðar. Unnar er kominn með leikheimild og verður í leikmannahópi SA Víkinga sem taka á móti Skautafélagi Reykjavíkur í kvöld.
  07.12.2021
  Skautafélag Akureyrar
  Lesa
 • Aðalfundur GA, þriðjudaginn 14. desember

  Athugið að það þarf að skrá sig á fundinn í gegnum tölvupóst.
  07.12.2021
  Golfklúbbur Akureyrar
  Lesa
 • Jóhann og Gísli á sínu fyrsta hópfimleikamóti – brons á EM Portúgal 2021

  Jóhann Gunnar Finnsson, 17 ára og Gísli Már Þórðarson, 16 ára voru valdir í 20 manna blandað unglingalandslið í lok júní á þessu ári. Þeir hafa æft stíft síðan þá, og dvalið tölvert mikið fyrir sunnan. Þeir voru í æfingabúðum á Akranesi síðastliðið sumar. Í september og október voru langar æfingahelgar hjá strákunum fyrir sunnan. Þeir þurftu svo undir það síðasta að dvelja eingöngu fyrir sunnan, þar sem æft var fimm sinnum í viku, þrjár klukkustundir í senn.
  07.12.2021
  Fimleikafélag Akureyrar
  Lesa
 • Þór tekur á móti Vestra

  Eftir að hafa tapað tveimur útileikjum í röð freista Þórsstúlkur þess að sækja sigur þegar Vestri kemur í heimsókn í höllina á  morgun, þriðjudag. 
  06.12.2021
  Íþróttafélagið Þór
  Lesa

ÍBA fréttir

Styrktaraðilar