Þór/KA tilkynnir með mikilli ánægju að samið hefur verið við fimm nýja leikmenn sem ganga til liðs við félagið fyrir komandi átök. Þrjár þeirra eru nú þegar komnar í okkar raðir, hafa æft og spilað með liðinu og eiga félögin aðeins eftir að uppfylla formsatriði vegna vistaskipta þeirra, en tvær bandarískar knattspyrnukonur koma til félagsins á næstu vikum.
Birgitta Rún Finnbogadóttir gengur til liðs við Þór/KA
Stjórn Þórs/KA hefur samið við Birgittu Rún Finnbogadóttur (2008) um að leika með liðinu næstu þrjú árin. Birgitta Rún kemur til félagsins frá Tindastóli þar sem hún hefur, þrátt fyrir ungan aldur, verið undanfarin fjögur ár og ein af lykilleikmönnum liðsins undanfarin tvö ár.
Elísa Bríet Björnsdóttir gengur til liðs við Þór/KA
Stjórn Þórs/KA hefur samið við Elísu Bríet Björnsdóttur (2008) um að leika með liðinu næstu þrjú árin. Elísa Bríet kemur til félagsins frá Tindastóli þar sem hún hefur, þrátt fyrir ungan aldur, verið undanfarin fjögur ár og ein af lykilleikmönnum liðsins undanfarin tvö ár.
Minnum à að umsóknarfrestur í Afrekssjóð Akureyrarbæjar vegna afreksefna er til og með 1. desember 2025.
Hvetjum ungt afreksíþróttafólk innan raða aðildarfélaga ÍBA til að sækja um.
Sjà nànar: Afrekssjóður Akureyrarbæjar | Íþróttabandalag Akureyra...
Allir með íþróttaæfingar á Norðurlandi Eystra - fyrsta æfing á Húsavík 15. nóvember
Íþróttahéruðin fjögur á Norðurlandi eystra – HSÞ, ÍBA, UÍF og UMSE standa fyrir Allir með íþróttaæfingum í vetur í samstarfi við svæðisfulltrúa Íþróttahéraða á svæðinu
Lottó og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands standa fyrir tilnefningu á Íþróttaeldhuga ársins 2025 sem verður tilnendur samhliða lýsingu á kjöri Íþróttamanns ársins fyrir árið 2025.