Fimleikadeild KA óskar eftir að ráða umsjónarmann yfir afmælum sem haldin eru í sal deildarinnar á sunnudögum. Vinnu fyrirkomulagið er annar hver sunnudagur frá klukkan 13:00-20:00
Helstu verkefni :
Taka á móti þeim sem hafa leigt salinn fyrir afmæli.
Fara yfir reglur og fyrirkomulag með leigutökum.
Fylgjast með að allt fari vel fram meðan á afmælinu stendur.
Sjá um þrif og tiltekt eftir afmælin.
Við leitum að ábyrgum og jákvæðum einstaklingi með góða samskiptafærni og getu til að vinna sjálfstætt.
Ef þú hefur áhuga á að ganga til liðs við okkur, vinsamlegast sendu umsókn á fimleikar@ka.is
Við hlökkum til að heyra frá þér!
Um helgina fór fram hið árlega Sprengimót Óðins í Sundlaug Akureyrar. Alls tóku 45 keppendur þátt í mótinu og kom einn þeirra frá sundfélaginu Rán á Dalvík.
Sprengimótið markar hjá mörgum upphaf nýs keppnistímabils og er frábært tækifæri til að koma...
Handboltarúta
Unglingaráð handboltans hjá Þór ætlar að gera tilraun með akstur á handboltaæfingar hjá 7. og 8.flokki á þriðjudögum og fimmtudögum. Við ætlum að gefa okkur ca. mánuð til reynslu með aksturinn og taka síðan stöðuna á því hvort haldið ...
Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs á Akureyri 1. til 4.september
Starfsmaður samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs verður á Akureyri dagana 1. -4. september og verður með kynningar í Teríunni í Íþróttahöllinni á Akureyri
Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina - skráning er hafin
Unglingalandsmót UMFÍ er vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð sem haldin er ár hvert um verslunarmannahelgina, að þessu sinni á Egilsstöðum 31. júlí - 3. ágúst 2025. Mótið er íþrótta- og fjölskylduhátíð þar sem 11 - 18 ára þátttakendur reyna með sér í um 20 íþróttagreinum.
Sumarfjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun 1. og 2. stigs hefst mánudaginn 9. júní næstkomandi. Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt þjálfaramenntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsamban...