Þór/KA sendir tvö lið til þátttöku í Kjarnafæðimótinu þetta árið, eins og oftast áður. Lið 1 hóf leik á föstudag þegar stelpurnar mættu liði Dalvíkur í Boganum. Lokatölur urðu 8-1.
Íshokkídeild SA semur við Richard Hartmann um þjálfun út tímabilið
Skautafélag Akureyrar hefur gengið frá ráðningu Slóvakíska íshokkíþjálfarans Richard Hartmann um að taka við þjálfun unglinga- og meistaraflokka SA út tímabilið. Ráðning Richard er frábært skref fyrir félagið en reynsla hans og sýn fellur vel að stefnu félagsins í áframhaldandi leikmannaþróun og uppbyggingu til framtíðar.
Úthlutað var úr Menningar- og viðurkenningarsjóði KEA á dögunum en þetta var í 92. skiptið sem veitt er úr sjóðnum. Í ár var úthlutað tæplega 30 milljónum króna úr sjóðnum til rúmlega 70 aðila úr flokkunum menningar- og samfélagsverkefni, íþrótta- og æskulýðsfélaga og ungra afreksmanna
Minnum à að umsóknarfrestur í Afrekssjóð Akureyrarbæjar vegna afreksefna er til og með 1. desember 2025.
Hvetjum ungt afreksíþróttafólk innan raða aðildarfélaga ÍBA til að sækja um.
Sjà nànar: Afrekssjóður Akureyrarbæjar | Íþróttabandalag Akureyra...
Allir með íþróttaæfingar á Norðurlandi Eystra - fyrsta æfing á Húsavík 15. nóvember
Íþróttahéruðin fjögur á Norðurlandi eystra – HSÞ, ÍBA, UÍF og UMSE standa fyrir Allir með íþróttaæfingum í vetur í samstarfi við svæðisfulltrúa Íþróttahéraða á svæðinu
Lottó og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands standa fyrir tilnefningu á Íþróttaeldhuga ársins 2025 sem verður tilnendur samhliða lýsingu á kjöri Íþróttamanns ársins fyrir árið 2025.