Íþróttafólk hokkídeildar
í liðinni viku var tilkynnt um íþróttafólk hokkídeildar 2025, það eru þau Silvía Rán Björgvinsdóttir og Unnar Hafberg Rúnarsson sem eru vel að titlinum komin. Elísabet Ásgrímsdóttir formaður deildarinnar færði þeim verðlaun og blóm af tilefninu. Það var kátt í höllinni á þessum viðburði en í kjölfarið hófst jólaball yngri flokka, þangað mæta leikmenn meistaraflokka og fyrirmyndir yngri iðkendanna, dansa kringum jólatréð og skauta með krökkunum og foreldrafélagið býður upp á veitingar.
20.12.2025
Skautafélag Akureyrar
