Fræðslustefna ÍBA

Eitt af hlutverkum ÍBA er að hafa frumkvæði um eflingu íþróttastarfs innan héraðsins.  Í samstarfi við Akureyrarbæ, ÍSÍ, og Háskólann á Akureyri stendur ÍBA fyrir faglegri og metnaðarfullri fræðslu sem nýtast megi allri íþróttahreyfingunni á Akureyri og nærsveitum.

  • ÍBA leggur áherslu á öfluga upplýsingagjöf og að veita aðildarfélögunum góða þjónustu á sviði fræðslu og þekkingar m.a. með því að bjóða uppá regluleg námskeið, fyrirlestra og fræðslu sem nýtast megi aðildarfélögum í íþróttastarfi þeirra.
  • ÍBA hvetur öll aðildarfélög til að kynna og viðhalda þekkingu og meðvitund iðkenda, þjálfara og annars starfsfólks á siðareglum og hegðunarviðmiðum ÍBA. 
  • ÍBA hvetur öll aðildarfélög til þess að vinna markvisst að því að fjölga iðkendum íþrótta, kynna starfsemi sína og þær íþróttagreinar sem í boði eru og skapi tækifæri og svigrúm til þess að börn og unglingar geti stundað íþróttir í samræmi við eigin þarfir, getu og áhuga.
  • ÍBA hvetur til almennrar þátttöku ungs fólks í íþróttastarfi aðildarfélaganna.
  • ÍBA skipuleggur a.m.k. fjóra gjaldfrjálsa viðburði á ári í samstarfi við Íþróttadeild Akureyrarbæjar, ÍSÍ og Háskólann á Akureyri og er aðildarfélögum til stuðnings um aðgengi sérstakrar fræðslu.
  • ÍBA hvetur til samstarfs og betri nýtingu sérþekkingar þjálfara milli íþróttagreina og/eða íþróttafélaga.
  • ÍBA hvetur öll aðildarfélög til að senda þjálfara sína í Þjálfaramenntun ÍSÍ og sérsambanda.
  • ÍBA hvetur öll aðildarfélög til að verða Fyrirmyndarfélög ÍSÍ.
  • ÍBA hvetur aðildarfélög til samstarfs við skóla og frístund til að gefa börnum fjölbreytileika í frístunda- og íþróttastarfi á dagvinnutíma.
  • ÍBA birtir íþróttatengt efni á samfélagsmiðlum sem þykir mikilvægt hverju sinni.