Greinar frá RSS veitum

Besta deildin: Ferna Söndru, sigur í Firðinum, ferming og ferðagleði

Sandra María Jessen skoraði öll mörkin í fjögurra marka sigri Þórs/KA á FH í 2. umferð Bestu deildarinnar í dag.

Lydía og Bergrós á HM með U18

KA/Þór á tvo fulltrúa í lokahóp U18 ára landsliðs kvenna í handbolta sem tekur þátt á Heimsmeistaramótinu í Kína dagana 14.-25. ágúst næstkomandi en þetta eru þær Lydía Gunnþórsdóttir og Bergrós Ásta Guðmundsdóttir. Auk þess er Sif Hallgrímsdóttir valin til vara

Ott Varik framlengir um tvö ár

Ott Varik hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og eru það afar jákvæðar fréttir. Ott gekk í raðir KA fyrir veturinn og kom gríðarlega öflugur inn í liðið og fór heldur betur fyrir sínu í hægra horninu er hann gerði 115 mörk í 27 leikjum

Þór/KA mætir FH á útivelli í dag

Þór/KA mætir FH í Hafnarfirðinum í annarri umferð Bestu deildarinnar í dag. Leikurinn fer þó ekki fram á heimavelli FH heldur BIRTU-vellinum, heimavelli Hauka, og hefst kl. 16:15.

Körfubolti: Annar leikur Þórs og ÍR í kvöld

Þórsarar taka á móti ÍR-ingum í úrslitakeppni 1. deildar karla í körfubolta í kvöld kl. 19:15.

Knattspyrna: Þór/KA mætir FH á heimavelli Hauka í dag

Þór/KA mætir FH í Hafnarfirðinum í annarri umferð Bestu deildarinnar í dag. Leikurinn fer þó ekki fram á heimavelli FH heldur BIRTU-vellinum, heimavelli Hauka.

Handbolti: Sigur á Fjölni og forysta í einvíginu

Þór vann Fjölni á útivelli í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Grill 66 deildarinnar um sæti í efstu deild á næsta tímabili, Olísdeildinni. Heimaleikur á dagskrá á mánudag.

Jens Bragi framlengir um tvö ár

Jens Bragi Bergþórsson skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og er nú samningsbundinn út tímabilið 2025-2026. Jens sem verður 18 ára í sumar er orðinn algjör lykilmaður í meistaraflokksliði KA og afar jákvætt að hann taki áfram slaginn með uppeldisliðinu

Bryndís Eva og Veigar í beinni útsendingu í úrslitum Landsmóts herma.

Næsta sunnudag keppa Bryndís Eva Ágústsdóttir og Veigar Heiðarsson, ungir kylfingar úr GA, í 8 manna úrslitum Landsmóts herma, Bryndís í kvennaflokki og Veigar í karlaflokki.  Lokamótið fer fram næsta sunnudag og hefst kl.16, leikið er 36 holur og ef...

Rúnar og Smári æfa með U15

Tveir Þórsarar til æfinga með U15 landsliði Íslands í fótbotla.

Pílukast: Kynning og kennsla í pílukasti á laugardag

Píludeild Þórs býður upp á ókeypis kynningu og kennslu í pílukasti á morgun, laugardaginn 27. apríl, kl. 11:00-12:30. Frítt fyrir öll að koma og kynnast þessari skemmtilegu íþrótt.

Handbolti: Þriðji leikur Þórs og Fjölnis - rútuferð til Reykjavíkur

Þór og Fjölnir mætast í þriðja leik úrslitaeinvígis um sæti í Olísdeildinni í handbolta í kvöld. Leikurinn fer fram í Grafarvoginum og Þórsarar splæsa í rútuferð til Reykjavíkur. Leikurinn hefst kl. 19:30.

Knattspyrna: Þrjú mörk og sigur á Seltjarnarnesinu

Þórsarar unnu Seltirninga í Gróttu í 32ja liða úrslitum Mjólkurbikarkeppninnar í dag og verða því í pottinum þegar dregið verður fyrir 16 liða úrslitin á morgun.

Körfubolti: ÍR-ingar tóku forystu í einvíginu

Þórsarar sóttu ekki gull í greipar Breiðhyltinga í fyrsta leik liðsins gegn ÍR-ingum í undanúrslitum 1. deildar karla í körfubolta. ÍR vann með 17 stiga mun. Liðin mætast aftur á Akureyri á laugardagskvöld.

Andrésar Andar leikarnir hafnir í 48. sinn

Í gær miðvikudaginn 24. apríl voru Andrésarleikarnir settir í 48. sinn að lokinni skrúðgöngu í frábæru veðri. Setningarathöfnin var hin glæsilegasta en setningarræðu hélt Eyrún Erla Gestsdóttir, fyrrverandi iðkandi SKA, en Eyrún er nýbakaður Íslands...

Knattspyrna: Bikarleikur á Seltjarnarnesi í dag

Þór mætir Gróttu á Vivaldi-vellinum á Seltjarnarnesi í 32ja liða úrslitum Mjólkurbikarkeppninnar í dag kl. 15. Stuðningsfólk kemur saman á Rauða ljóninu frá kl. 13:30.

Bikarinn hefst á morgun - KA-TV í beinni

KA hefur leik í Mjólkurbikarnum á morgun, fimmtudag, þegar strákarnir okkar taka á móti ÍR-ingum í 32-liða úrslitum keppninnar klukkan 15:00. Strákarnir fóru eftirminnilega í Bikarúrslitaleikinn í fyrra og við ætlum okkur annað ævintýri í sumar. Hlökkum til að sjá ykkur á Greifavellinum, áfram KA

Handbolti: Rútuferð til Reykjavíkur á föstudag

Handknattleiksdeild Þórs stendur fyrir rútuferð með stuðningsfólk á þriðja leikinn í einvígi Þórs og Fjölnis í Grill 66 deild karla. Leikurinn fer fram í Dalhúsum í Grafarvogi og hefst kl. 19:30. Brottför frá Hamri kl. 12:30.

Körfubolti: Einvígi Þórs og ÍR hefst í kvöld

Þórsarar eru á suðurleið og mæta ÍR-ingum í fyrsta leik undanúrslita 1. deildar karla í körfubolta í Skógarselinu í kvöld kl. 19:30.

Pistill frá formanni Þórs

Halló, Þórsarar Nokkur orð um boltaliðin okkar. Í augnablikinu er mikið um að vera hjá félaginu. Úrslitakeppnin í fullum gangi eða nýlokið í körfunni og handboltanum, síðan er fótboltinn byrjaður að rúlla með öllum sínum væntingum. Í öllum okkar li...