Blakdeild KA fagnaði stórbrotnu tímabili á dögunum en bæði karla- og kvennalið KA eru Íslandsmeistarar, Bikarmeistarar og Deildarmeistarar auk þess sem kvennalið KA er Meistari Meistaranna. Karlarnir léku ekki í Meistarar Meistaranna og vann blakdeildin því alla þá titla sem í boði voru þetta tímabilið
Á dögunum undirrituðu LifeTrack og Knattspyrnudeild KA samstarfssamning sem miðar að því að efla frammistöðu og heilsu leikmanna meistaraflokks karla á yfirstandandi tímabili en KA keppir í Bestu deildinni, Mjólkurbikarnum og Sambandsdeild Evrópu
Handknattleiksdeild KA gerði upp nýliðinn handboltavetur á dögunum með glæsilegu lokahófi. Kvennalið KA/Þórs átti frábært tímabil þar sem stelpurnar stóðu uppi sem sigurvegarar í Grill66 deildinni og það án þess að tapa leik og leika stelpurnar því í deild þeirra bestu á næstu leiktíð
Íslandsleikarnir á Selfossi 29.-30. mars - Allir með
Íslandsleikarnir verða haldnir á Selfossi dagana 29. -30. mars 2025. Leikarnir eru fyrir þá sem finna sig ekki í hefðbundnu íþróttastarfi og/eða eru með stuðningsþarfir.
Alex Cambray og Sandra María eru Íþróttafólk Akureyrar 2024
Lyftingamaðurinn Alex Cambray Orrason hjá KA er íþróttakarl Akureyrar 2024 og knattspyrnukonan Sandra María Jessen hjá Þór/KA er íþróttakona Akureyrar 2024.
Linkur á beint streymi frá Íþróttahátíð Akureyrar í Hofi 23. janúar
Eins og hefur vonandi ekki farið fram hjá neinum íþróttaáhugamanni í bænum verður sannkölluð Íþróttahátíð í Hofi á morgun, fimmtudaginn 23. janúar klukkan 17:30 þar sem við munum meðal annars krýna Íþróttakonu og Íþróttakarl Akureyrar fyrir árið 2024...