ÍBA - Íþróttabandalag Akureyrar

ÍBA - Íþróttabandalag Akureyrar

ÍBA - Íþróttabandalag Akureyrar

Hvað er títt

Fréttir héðan og þaðan

  • Æfingar SA hefjast samkvæmt tímatöflu í næstu viku

    Æfingar hjá Skautafélagi Akureyrar eru nú að fara á fullt samkvæmt tímatöflu og er starfsemi allra deilda að taka við sér eftir sumarið. Byrjendaæfingar hefjast samkvæmt tímatöflu í næstu viku. Byrjendaæfingar: Listhlaup: Hefjast mánudaginn 25. ágúst og verða alla mánudaga og miðvikudaga kl. 16:00–17:30. Upplýsingar og skráning: hockeysmiley@gmail.com Íshokkí: Hefjast þriðjudaginn 26. ágúst og verða alla þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17:00–17:45. Upplýsingar og skráning: thjalfari@listhlaup.is Krulla: Hefst í september og verða æfingar auglýstar sérstaklega á heimasíðu krulludeildar. Almenningstímar hefjast í Skautahöllinni fyrstu helgina í september og fyrsta skautadiskó vetrarins verður föstudaginn 1. september. Við hvetjum foreldra, iðkendur og áhugafólk um íþróttirnar til að kynna sér æfingatöflu félagsins og mæta með okkur í skemmtilegt og fjölbreytt ísstarf í vetur.
    19.08.2025
    Skautafélag Akureyrar
    Lesa
  • Liðsmyndir og myndband frá N1 móti stelpna

    KA og N1 hafa haldið N1 mótið fyrir 5. flokk drengja frá árinu 1987 og hefur mótið vaxið og dafnað ár frá ári og er nú eitt allra stærsta íþróttamót landsins og er klárlega einn af hápunktum ársins hjá okkur KA-mönnum. Á dögunum var sagan svo skrifuð upp á nýtt er KA og N1 héldu fyrsta N1 mótið fyrir 6. flokk stúlkna
    19.08.2025
    Knattspyrnufélag Akureyrar
    Lesa
  • Æfingasvæðið Klappir lokaðar 16-19 á morgun, 19. ágúst

    Allir sjálfboðaliðar vel þegnir
    18.08.2025
    Golfklúbbur Akureyrar
    Lesa
  • Snorri vann gull með U17 í Ungverjalandi

    Snorri Kristinsson var í lokahóp U17 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu sem lék á Telki Cup í Ungverjalandi á dögunum. Fjögur lið léku á mótinu en auk Íslands tóku Ungverjar, Írar og Tyrkir þátt
    17.08.2025
    Knattspyrnufélag Akureyrar
    Lesa

ÍBA fréttir

Styrktaraðilar