Stjórnarfundur 4. nóvember 2019

04.11.2019 16:30

Stjórnarmenn:                                                      Starfsmaður:
Geir Kr. Aðalsteinsson, formaður                          Helgi Rúnar Bragason, framkvæmdastjóri
Hrafnhildur Guðjónsdóttir, varaformaður
Ármann Ketilsson, gjaldkeri
Erlingur Kristjánsson, meðstjórnandi
Hörður Sigurharðarson, varamaður

 

 1. Fundur settur
  Forföll boðuðu Inga Stella Pétursdóttir og Ómar Kristinsson.

 2. Fundargerð síðasta fundar
  Fundargerð yfirfarin og samþykkt.

 3. Innsend erindi:

  1. Frístundaráðsbókanir

Fundargerð frístundaráðs þann 23. Október sl. var lagt fram til kynningar.

  1. Stjórn VMÍ óskar eftir fundi með stjórn ÍBA.
   Kynning varð á störfum VMÍ og rætt var aukið samstarf VMÍ og ÍBA. Meðal annars var ákveðið var að VMÍ og ÍBA myndu senda sameiginlegt erindi til Akureyrarbæjar um mikilvægi þess að halda VMÍ á Akureyri og áframhaldandi fjárstuðningi bæjarins og ríkis til þess.

 1. Málefni stjórnar:

  1. Fyrirmyndarhéraðsvinna - Stefnur ÍBA

Farið var yfir endurgjöf frá Viðari ÍSÍ um drög af stefnum ÍBA.

Stjórn felur formanni og framkvæmdastjóra að klára stefnur ÍBA í samræmi við athugasemdir frá skrifstofustjóra ÍSÍ á Akureyri

 1. Önnur mál:

  1. Jólaformannafundur og 75 ára afmæli ÍBA

Framkvæmdastjóri skoðar hvort hægt er að fá Pálmar Ragnarsson sem ræðumann.  Hugmyndir að efnistökum: Skýrsla mannvirkjanefndar Akureyrarbæjar. Fyrirmyndarhérað ÍSÍ.

  1. Íþróttamaður Akureyrar

Rifjaðar upp nýjar reglur þar sem 10 einstaklingar af hvoru kyni verða tilnefndir en félög þurfa að tilnefna sína fulltrúa til afrekssjóðs ÍBA.

  1. Fimak

Umræður um stöðu FIMAK hvað varðar fjárhagsstöðu, sameiningarhugmyndir við KA og framtíðarhorfur félagsins.

  1. Alþjóðaleikar ungmenna 30. Júní - 5. Júlí 2020.

Til kynningar en leikarnir eru fyrir ungmenni 12-15 ára og haldnir í Ungverjalandi. Framkvæmdastjóri hefur sent úr allar upplýsingar til aðildarfélaganna með mögulega þátttöku þeirra. Skilafrestur er til 1. desember 2019.

 1. Tillögun næsta fundar

Næsti stjórnarfundur verður haldinn á undan jólaformannafundi í desember.

 1. Fundarslit
  Fundi slitið kl. 18:30