Stjórnarfundur 7. október 2019

07.10.2019 16:30

Stjórnarmenn:                                                        Starfsmaður:
Geir Kr. Aðalsteinsson, formaður                           Helgi Rúnar Bragason, framkvæmdastjóri
Hrafnhildur Guðjónsdóttir, varaformaður
Ármann Ketilsson, gjaldkeri
Inga Stella Pétursdóttir, ritari
Erlingur Kristjánsson, meðstjórnandi

 1. Fundur settur
  Boðuð forföll: Hörður Sigurharðarson og Ómar Kristinsson.

 2. Fundargerð síðasta fundar
  Samþykkt.

 3. Innsend erindi:

  1. ÍSÍ framkvæmdastjórafundur á Akureyri 22. Október nk.
   Umræðuefni inn á fundinn: Ferli sameiningamála, fá svör við fyrrsendum fyrirspurnum. Allri stjórn ÍBA boðuð á fundinn. 

  2. Frístundaráðsbókanir
   Fjárlög lögð fram í september með stuttum fyrirvara. Geir og Helgi unnu það í svipaðri mynd og stjórn ÍBA vann það í fyrra.  Sömu fjárlög og árið 2019 með vísitölubreytingu á skrifstofuhluta.

  3. GA kynning á sinni framtíðarsýn (kl.17-17:30)
   Flott kynning með fyrirsögninni „Jaðar allt árið“. Stofnuð hefur verið mannvirkjanefnd sem á að forgangsraða uppbyggingu sveitarfélagsins m.t.t. til íþróttamannvirkja.

 1. Málefni stjórnar:

  1. Hrafnhildur - Kynning á “Samfelldur vinnudagur barna”

  2. Fyrirmyndarhéraðsvinna - ÍBA þarf að marka sér stefnur í: 
   Stjórn skoða skjalið og skilar inn athugasemdum innan viku.
   - Fræðslu- og forvarnarmálum
   - Jafnréttismálum
   - Umhverfismálum
   - Félagsmálum

  3. Reykjavíkurferð 19.-20. sept.
   Kynning frá framkvæmdastjóra.
   - ÍBR - Vinnustofa: Samvinna að öruggara umhverfi, ofbeldi og áreitni í íþróttum. 
   - ÍBR - Fundur með Framkvæmdastjóra, farið yfir skýrslu KPMG um sameiningarkosti íþr.fél.
   - Fjölnir - Fundur með Fríðu íþrótta- og félagsmálastjóra í fjarveru Guðmundar framkvæmdastjóra, rætt um sameiningar Fjölnir og Björninn.

  1. Fyrirlestur Pálmars Ragnarssonar um jákvæð samskipti. 
   Frábærir þrír fyrirlestrar um jákvæð samskipti í íþróttum. Tæp 200 iðkendur, rúm 100 foreldrar og 40 þjálfarar mættu í HA.

 1. Önnur mál:    

 2. Tillögun næsta fundar: 
  Mánudagurinn 4. nóvember kl. 16:30.

 3. Fundarslit