Stjórnarfundur 4. febrúar 2019

04.02.2019 16:30

Málefni stjórnar: 

 1. Íþróttamaður Akureyrar - Samantekt Inga Stella og er eitthvað sem við viljum breyta? 
  Óskað eftir frestun til næsta fundar þar sem nefndin hefur ekki getað hist eftir viðburðinn. Almennar umræður um kosningar og möguleika milli greina.  Umræðan færðist yfir í afrekssjóðinn og tengja hann við íþróttamanns tilnefningum.  Lagt til að gera bættar umsóknarreglur fyrir afrekssjóðinn og breyta innsendum tilnefningum frá aðildarfélögum.  

 2. Frístundaráð óskar eftir umsögn frá ÍBA v/ matrixunnar í rekstrarsamingum aðildarfélaganna. Jafnframt óskar ráðið eftir því að ÍBA komi með tillögu að skilgreiningu á iðkenda, sjá fundarbókun og matrixu í viðhengi.
  Fundurinn er sammála að þessi Matrixa er ekki virka eins og hún er uppsett. Öll félög lækka frá fyrri styrkjum. Skilgreining á iðkanda rædd og útfærð.  Umræða um kvöðina um fyrirmyndafélag rædd.  Umræða um skilgreiningu iðkanda sé að mæta reglulega yfir 3 mánaða tímabil en ekki styttri námskeið. 
  Skilgreining ÍBA á iðkanda sent á félög til umsagnar:

  1. Iðkandi er sá félagsmaður í íþrótta- eða ungmennafélagi sem stundar eina eða fleiri íþróttagreinar.
  2. Iðkandi telst jafn oft og fjöldi íþróttagreina sem hann iðkar.
  3. Að stunda íþrótt er að iðka hana amk. eitt æfingatímabil, að lágmarki 10 vikur samfellt
 1. Frístundaráð óskar eftir því við ÍBA að gerðar verði reglur um úthlutun fjármagns vegna húsaleigu hjá 3ja aðila til framtíðar.
  Frestað.

 2. Ný heimasíða ÍBA kynnt.
  Helgi kynnir nýju heimasíðuna.

 3. UMF Narfi - Lægð í starfi sem þarf að bregðast við. 
  Senda erindi á hverfisnefnd? Hvað viljiði gera við félagið? 

 4. Innsent erindi: Golfklúbbur Akureyrar - styrkbeiðni vegna viðhalds á klúbbhúsi. 
  Erindi vísað til haustsins þegar fjárhagsúthlutanir fara fram. 

 5. Önnur mál:  

  1. Fyrirlestur í viku 8 - Lyfjaeftirlit Íslands.  Hugmynd að setja fast fræðslufund á hverjum ársfjórðungi. 
   ÍBA leggur til að sett sé saman 3-5 manna teymi sem getur skipulagt fræðslufyrirlestra næstu 6-12 mánuði og beitt þeim stefnumarkandi áfram m.v. að halda amk. eitt erindi á hverjum ársfjórðungi, framkvæmdastjóri ÍBA, deildarstjóri íþróttamála AK, skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri asamt 2-3 áhugasömum úr íþróttastarfi bæjarins.   

 1. Fundi slitið kl. 18:40