Stjórnarfundur 2. desember 2019

02.12.2019 16:30

Stjórnarmenn:                                                      Starfsmaður:
Geir Kr. Aðalsteinsson, formaður                         Helgi Rúnar Bragason, framkvæmdastjóri
Inga Stella Pétursdóttir, ritari
Ármann Ketilsson, gjaldkeri
Erlingur Kristjánsson, meðstjórnandi
Hörður Sigurharðarson
Ómar Kristinsson

 1. Fundur settur.
  Forföll boðaði Hrafnhildur Guðjónsdóttir.

 2. Fundargerð síðasta fundar.
  Fundargerð samþykkt.

 3. Innsend erindi. 

  1. Frístundaráðsbókanir.  Farið yfir fundargerðir Frístundaráðs frá 6. og 20. nóvember.  Til upplýsinga.

  2. Stjórnendaþjálfun ÍSÍ.  Ákveðið að bjóða fulltrúum íþróttafélaga, sem áhuga hafa á að sækja námskeiðið, að ÍBA greiði námskeiðskostnaðinn.  Hámark fulltrúa sem greitt verður fyrir eru fjórir aðilar.

  3. Íþróttafélagið Akur 45 ára.  Stjórn ÍBA hvött til að mæta.

 4. Málefni stjórnar:

  1. Fyrirmyndarhérað ÍSÍ.  ÍBA fær titilinn fyrirmyndarhérað ÍSÍ á jólaformannafundi næstkomandi fimmtudag.  Framkvæmdastjóri ÍBA hefur haft veg og vanda að vinnunni við að hljóta þennan titil og vill stjórn þakka honum vel unnið verk.

  2. Rekstrarstyrkir til aðildarfélaganna. Farið yfir rekstrarstyrki ársins 2019 til aðildarfélaga.

  3. Lottóúthlutun, seinni hluti 2019.  Seinni lottóúthlutun ársins er að fara í gang.  Stjórn sammála um vinnufyrirkomulag sem notað hefur verið .

  4. Íþróttamaður Akureyrar.  Hátíðin fer fram 15. janúar næstkomandi.  Undirbúningur er í fullum gangi sem lofar góðu.

 5. Önnur mál:

  1. Formannafundur ÍSÍ.  Formaður og framkvæmdastjóri fóru yfir það helsta sem fram kom á formannafundi ÍSÍ sl. föstudag.

  2. Jólaformannafundur og 75 ára afmæli ÍBA.  Farið yfir dagskrá fundarins.

  3. Erindi frá aðalstjórn KA varðandi stuðning ÍBA við uppbyggingu íþróttamannvirkja.  Erindið rætt og framkvæmdastjóra falið að svara KA í samræmi við umræður á fundinum.

 6. Tillögun næsta fundar.
  20. desember á 75 ára afmælisdegi ÍBA.

 7. Fundarslit. kl. 19.20.