Stjórnarfundur 11. júní 2019

11.06.2019 16:30

Málefni stjórnar: 

 1. Atvinnuþátttaka ungs afreksfólks í íþróttum, stöðuupplýsingar.
  Málið komið á hreyfingu. Örlítill titringur í Tómstundaráði vegna ótta á því hve kostnaðurinn verður mikill.  Hugmynd að nota vinnuskólann í þetta dæmi þannig að afreksfólki sé úthlutuð starfstöð við æfingasvæðið sitt svo hægt sé að stunda æfingarnar samhliða vinnu.  

  1. Fyrri fundargerð Frístundaráðs 

  2. Seinni fundargerð Frístundaráðs 

 1. Aðalfundir félaganna (Samantekt af því sem búið er): 

  1. SA, Hrafnhildur fór þangað. Engin greinagerð borist.

  2. Fimak, Geir fór þangað.  Ársreikningur kyntur mjög skrítið, hvergi minst á lánið frá bænum og því litur út sem 11 milljónir sé í hagnað.  Fyrispurn úr sal frá Ellert gerði athugasemd við þetta.  Ársreikningur samþykkur með þeim breytingum að lánið yrði fært rétt inn sem lán en ekki styrkur.  Fengið leyfi til að fara í sameiningaviðræður

  3. SKA, Ómar fór á fundinn sem var auglýstur með veitingar fyrir fullorðna.  Baráttu við Fimak vegna hússins og ásakanir um slæma umgengni.  Krístrún talar um nefndina sem er vegna græna kragans og segir að pólitíkin stoppi það allt.  Fjalar fjallar um að vinnan við að fara í fyrirmyndafélagið væri of mikil.  Mótahald, svara ekki kostnaði að halda fismót á brettum.  Mikið samstarf við hjólreiðafélagið.  Stofnuð nefnd um byggingu félagsheimils sem skal vera tilbúið 2025 á 50 ára afmæli Andrés.  Samskipti við Hlíðafjall ábótavant. Vantar upp á öryggiskröfur og hlutverk Hlíðafjalls sé að halda fjallinu öruggu fyrir alla.  Mikill kostnður vegna bókhalds.  Stjórn fékk umboð til að skoða sameiningamál.  Hugmyndir um að yfirtaka rekstur hlíðafjalls að öllu eða hluta.  Stjórn nánast óbreytt.  

  4. KFA, Erlingur fór og skilaði inn greinagóðri skýrslu. Helmingur stjórnar úr frjálsíþróttadeildinni.  Grétar Skúli færði allt bókhald sjálfur en reikningar ekki undirritaðir af skoðunarmönnum. 

  5. Akur, Geir fór þangað, ekkert markvert, nánast sama stjórn. Þægilegur fundur á spjallnótum.  

 1. Lottóúthlutun, fyrri hluti 2019. 
  Þrjú félög hafa ekk skilað ársskýrslu og því ekki komnar upplýsingar til að úthluta úr lottó.  Skv. formannafundi var samþykkt að úthluta eftir tölum úr NORA nema þau félög sem ekki hafa komið sér þar inn fengu leyfi til að senda inn tölur í eitt skipti.  Spurt er; á að fresta úthlutun til þeirra félaga sem ekki hafa skilað inn starfsskýrlu til ÍSÍ? Á þá að fresta afgreiðslu og geyma upphæð þar til skil fara fram eða taka félögin út úr þessari úthlutun alveg? Samþykkt að greiða skv. Nora hjá þeim sem eru þar og taka Felix tölur hjá þeim sem ekki eru komnir í NORA.  Ekki verður greitt til þeirra félaga sem ekki hafa skilað starfskýrslu en fjárhæðin geymd þar til skýslunni verðu skilað.

 2. Fyrirmyndarhérað ÍSÍ
  Gátlisti til gleði.  Helgi setur upp lista sem þarf að klára til að uppfylla það að verða Fyrirmyndahérað ÍSÍ.  

 3. Önnur mál:

  1. KFA – Þura óskar eftir tímum vegna frjálsrar æfingar.  KFA fær ekki að æfa á vellinum fyrr en eftir kl. 20 á kvöldin. 

  2. Laugargata, suðursalur.  Búið að senda erindi fyrir píluna til bæjarins sem hefur óskað eftir að fá aðstöðu í suðursalnum.  

  3. KA & Fimak. Erindi þar sem óskað er eftir aðkomu ÍBA og Frístundaráð við sameiningu félaganna.  Framkvæmdastjóri fer fyrir hönd ÍBA.