Stjórnarfundur 1. apríl 2019

01.04.2019 16:30

Málefni stjórnar:

 1. Siðareglur ÍBA kynntar af siðareglunefnd.
  -Helgi og Viðar þakka nefnd samstarfið og vel unnin störf á skömmum tíma.
  -Farið yfir siðareglur, viðbragðsáætlun og hegðunarviðmið - geta nýst aðildarfélögum við að búa til eigin reglur eða við endurskoðun reglna/viðmiða.
  -Nefndin leggur til að stofnuð verði siðanefnd eða fagráð innan ÍBA sem endurmeti ofangreint árlega og jafnvel geti komið að erfiðari málum.
  -Formaður veltir upp möguleika á að ÍBA komi að kostun veggspjalda fyrir öll aðildarfélög. Því velt upp hvort það eigi við um reglur ÍBA eða hvort félögin geti haft sínar eigin reglur. Umræðu frestað.
  -Ofangreint verður lagt fyrir formannafund til kynningar. Er það ósk siðanefndar að þar verði einnig ákveðin/samin gildi ÍBA.
  -Hugmyndir um vinnureglur vegna ráðninga félaga á vegum ÍBA kynntar fyrir stjórn.

 1. Afrekssjóður Akureyrar leggur til nýja reglugerð sjóðsins
  -Nýjar reglur um Afrekssjóð kynntar, samlegðaráhrif með Íþróttamaður Akureyrar aukin til muna.
  -Lagðar fram tillögur að nýjum reglum reglum um Íþróttamann Akureyrar, til samræmingar við reglur Afrekssjóða.
  -Hvort tveggja regluverk verður lagt fyrir formannafund til kynningar.

 1. Frístundaráð óskar eftir því við ÍBA að gerðar verði reglur um úthlutun fjármagns vegna húsaleigu hjá 3ja aðila til framtíðar.
  -Staða þeirra félaga sem undir þennan lið fall rædd, t.d. Hvað varðar skilyrði um unglingastarf, óskorað aðgengi að aðstöðu og kröfur um gerð húsnæðis.
  -Leita þarf álits frá ÍBR og ÍBH.
  -Málinu frestað til næsta fundar.

 1. Ársreikningur ÍBA 2018 lagður til kynningar og samþykktar.
  -Skekkja varðandi styrki hefur verið leiðrétt.
  -Reglur um skattskil varðandi styrki ræddar.
  -Lokafrágangi og samþykkkt frestað til næsta fundar.

 1. Dagskrá formannafundar ÍBA
  -Áætlaður miðv. 10. apríl kl. 17-19. 
  -Dagskrá fundar rædd og samþykkt.

 1. Innsent erindi: 

  1. Þór óskar eftir nýrri aðstöðu fyrir píludeild Þórs
   Hugsanleg nýting Laugargötu við flutninga júdódeildar KA tekin til skoðunar

 2. Önnur mál:

  1. Afhending stjórnarkorta á íþróttamót Ak. (Helgi)
   Framkvæmdastjóri dreifir kortum.

  2. Undirskrift á afturköllun umboðs ÞEL (Helgi)
   Frágengið.

  3. Kynning á fræðslufundi ÍSÍ um persónuverndarlög (Ómar)
   Falið framkvæmdastjóra og Ómari til frekar undirbúnings.

  4. Aðalfundur Sundfélag Óðins 10. apríl kl. 19:30 í Teríu-Höllinni (Helgi)
   Formaður verður fulltrúi ÍBA á fundinum.

  5. Kaup á nýjum skjávarpa? (Helgi)
   Eldri skjávarpi er til en ónothæfur í þeirri aðstöðu sem ÍBA er að nota, t.d. Teríunni. Skoðað var tilboð á hentugum skjávarpa, Helga falið að klára málið. Einnig lagði formaður til að skoðað yrði í leiðinni með hentuga færanlega hátalara. Helgi skoðar það mál einnig.

  6. Íþróttaþing ÍSÍ 3.-4. maí nk. 5 fulltrúar (Helgi)
   Fjórir fulltrúar stjórnar auk fulltrúa frá KA eða Þór. Helgi kannar áhuga varðandi það.

  7. Hrafnhildur segir stjórn af aðalfundi Bocciafélags Akureyrar